Góðan daginn (nótt eða hvað sem er)

Ég sá á skoðanakönnunninni að 36% vilja krónuna áfram en eitthvað meira vill sjá evruna. Jú gaman væri nú að sjá ástæður fyrir þessu.
1. Hver vill halda krónunni og af hverju? Hvað gerir það betra fyrir okkur sem þjóð?
2. Hver vill fá evruna og af hverju? Hvað gerir það betra fyrir okkur sem þjóð?
3. Hver vill fá annan gjaldmiðil en krónu eða evru og af hverju? Hvað gerir það betra fyrir okkur sem þjóð?

Ástæðan fyrir þessari grein er til þess að fá almennilega umræðu fyrir þessu efni. Þetta er jú framtíð þjóðarinnar sem við erum að tala um, en ekki eitthvað skemmtiefni. Gaman væri að sjá ástæður og góðan rökstuðning (eða bara hvað sem er).
Fá líka svör frá þeim sem jafnvel eru ekki enn vissir, kannski þeir geri upp hug sinn.

Held það sé nóg í bili.

ViceRoy