Ég kom inn á hugi.is í dag með það í huga að ætla að vera soldið menningarleg og fara að lesa það sem mest brennur á hjörtum notenda þessa ágætu síðu. Ég hef lesturinn. Ég rek augun í grein sem ber nafnið Múgæsingur. Það er ansi grípandi titill svo að ég klikka og les. Greinin var ágæt en álitin voru sum alveg hrottaleg.
Við getum ekki drepið þennan mann, þó að við fengjum ekki mikið fleiri en 7 ár fyrir það eins og þetta dómskerfi er.
Ég varð því miður eitt sinn vitni að því að strákur nauðgaði bestu vinkonu minni. Við kærðum að sjálfsögðu en drengurinn gekk út, án nokkurs dóm á þeim forsendum að við hefðum báðar verið ölvaðar þegar lögreglan mætti á staðinn. Ég meina…gera 2 bjórar þig ölvaðan! Við fundum ekki á okkur.
Ég mun aldrei losna við þessa sjón úr minni og mér og vinkonu minni leið vægast sagt mjög illa, sem endaði á því að hún batt enda á líf sitt. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að þessi umtalaða stúlka sem varð fyrir barðinu á þessum brjálæðing myndi gera það einnig.
Ég vinn í verslun og getiði hver annar kemur en þessi ákveðni maður. Hann þekkir mig ekki aftur en ég þekki hann svo sannarlega. Ég hitti mannin sem varð valdur að dauða bestu vinkonu minnar. Stelpu sem átti allt lífið framundan, hún var 14 ára þegar þetta gerðist. Hver leggur þetta á 14 ára manneskju. Mig langaði að hoppa upp og drepa hann á staðnum! En ég gerði það ekki.
Og hér kemur aðalmálið: EF ég hefði stokkið upp og drepið hann….hvað þá? Hann væri dauður, brinni í helvíti og þar fram eftir götum. En vinkona mín myndi ekki koma aftur, er það?
Svo að mitt point er það að: Það er sama hvað við gerum við manninnn sem nauðgaði og píndi þessa vesalings stúlku, hún mun enn þjást og verða ekkert betur sett.
Og þar að auki: Þá munu þessir menn eflaust drepa sig á dópi, lenda hvort sem er í helvíti og stikna þar til eilífðar nóns!

Takk fyrir að leyfa mér að létta á mínu hjarta.

Nacazanti
There is no RL-there is only AFK.