Árni karlinn. Heitasta umræðan í dag. Nýir brandara fá að fæðast, ný umræða fyrir kaffihúsin, ný verkefni fyrir fréttamenn, slúður fyrir elliheimilin, efni í greinar á huga ;)

En þegar umræðan er svona mikil og allt gerist svona snökkt þá fær almenningurinn fljótt leið á henni og þá hverfur þrýstingurinn á réttlætinu fljótt og fólki verður nokk sama um áframhaldið.
Það eina góða sem ég sé koma útúr þessari heitu umræðu er það að fólk fær smá útrás og eitthvað til að lífga aðeins uppá vesæla tilveru þeirra. Einhvern sem þau geta baktalað, það virðist vera sem fólk fái aldrei nóg af því. Hvort sem það sé einhver frægur, nágranninn eða einhver náinn.

En í þessu þjóðfélagi okkar þá erum við hálfgerðar nöldrandi gamlar kerlingar. Við gerum ekkert nema kvarta og kveina okkar á milli og það er ekki tekið mark á því sem við segjum. Háttsettir opinberir starfsmenn hafa nægilegt vit í kollinum til að bíða og gera lítið í málunum, umræðan deyr út og annað mál tekur við. Það er auðveldari að sitja á rassinum og gera ekkert heldur en að takast á við málin, það er nú einu sinni það sem þeir vinna við :)
En við rífumst og okkur blöskrar við hinu og þessu en það hefur engin áhrif.
Heldur fólk virkilega að stjórnmálamennirnir séu að taka eitthvað mark á því sem við segjum? Þetta eru allt saman rottur sem kunna að nýta sér öll tækifæri sem gefast og um leið og Árna málið fór í gang og augun beinast að honum þá er enginn að fylgjast með restinni.
Hættum að sitja á rassinum og nöldra eins og gamlar konur í saumaklúbb, einu áhrifin sem þetta hefur er að draga úr völdum almennings og minnkar þrýstinginn sem við getum beint að þeim.
Fréttir og umræður af þessum toga eru eins og ofvirk yfirþyrmandi manneskja, allt í lagi til að byrja með en verður fljótt pirrandi og maður vill helst forðast og gleyma seinna.
Málið með árna mun gleymast fljótt, ég lofa ykkur því.
Um leið og næsta “skemmtilega” frétt kemur á yfirborðið, ný umræða fyrir kaffihúsin.