Ég var að lesa grien á deiglan.com um kvikmyndina Ríddu mér sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, í greinin var mjög athyglisverð og bendi ég fólki eindregið á að lesa hana.

Það var eitt sem ég hnaut um sem tengist ekki beint þessari mynd heldur skilgreiningu á klámi og erótík og læt ég fylgja með klausu úr greininni:

Hæstaréttar frá 1990 sýndi hversu kjánalegt það er að láta framkvæmdarvaldið og dómstóla meta jafn einstaklingsbundin og huglæg atriði eins og munin á milli erótíkur og kláms. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að af 16 atriðum í kvikmyndunum “Í nautsmerkinu” og “Í tvíburamerkinu” flokkuðust 14 undir klám. Þau tvö atriði sem Hæstiréttur taldi að væri erótísk list voru eingöngu atriði þar sem konur stunduðu kynlíf með öðrum konum. Þegar karlmenn voru komnir í spilið taldi Hæstiréttur að um klám væri að ræða! Væri ekki betra ef einstaklingar fengju að meta þetta sjálfir?

Það sem mér fannst undarlegt í þessari klausu er þegar talað er um þetta tiltekna hæstaréttarmál þá dæmir Hæstiréttur að atriði þar sem tvær konur stunda kynlíf séu erótík en þar sem tveir karlemnn stundi kynlíf sé klám. Þetta finnst mér sérlega karlrembuleg sjónarmið og ekki laus við hommafóbíu.
Er lesbískt kynlíf erótískt en kynlíf homma klám?
Flokkast atriði þar sem limur í reisn sést sem klám?
Er það eðlilegt?

Mér finnst þetta mjög undarlegt ef satt reynist og vildiu gjarnan vita hvað öðrum finnst.
Talbína