Ég varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að nokkrir kunningjar mínir flugu af palli á svona jeppabíl í þórsmörk, þar sem ökumaðurinn keyrði ef til vill óhóflega hratt og sprakk á öðru framm dekkinu. Kallaður var til sjúkrabíll, en því miður var ég ekki á staðnum þegar þetta gerðist, heldur kom ég um klukkutíma síðar og hljóp þá að sjúkrabílnum sem stóð á veginum. Vinkona mín hljóp þarna með mér að, en ég kom ég að á undan og var náttúrulega að drepast úr áhyggjum, og spurði hvað væri að og hvað hefði komið fyrir, en móttökurnar voru nú ekki hlýjar sem við fengum!! Það fyrsta sem annar sjúkraliðinn sagði við mig þegar ég kom á staðinn var \“mér þykir þú nú heldur sein á staðinn..\” og það svona hló í honum. Maður sá vel að vinkona mín þoldi þetta ekki heldur brotnaði alveg niður og gat ekkert sagt. Svo reyndi ég að spurja hvað hefði gerst og þeir sögðu bara \“æj þessi fulli vinur ykkar valt held ég bílnum… \” þeir gátu ekki einu sinni talað sönn orð, því það sem gerðist var að sprakk á bílnum og þar af leiðandi flaug fólkið af pallinum.
Þegar við gengum að bústöðunum þar sem fleira af vinum okkar var, var lögreglan þar einnig og hafði verið að yfirheyra ökumanninn. Ég talaði við lögregluna og sagði þeim frá þessum hryllilega óhlýju móttökum hjá sjúkraliðum Hvolfsvallar, og þá voru þeir bara hreinlega með kjaft á móti og annars var það bara ignore.
Þótt þeir hafi alveg séð að við hefðum verið að drekka er þetta þá rétt að koma svona framm við okkur? Við unga fólkið sem erum framtíð þjóðarinnar? Ég held nú að eitthvað mikið yrði sagt ef við hefðum verið fimmtugir karlmenn og jafnvel undir áhrifum áfengis!
Og tek ég það framm að þarna var um að ræða bæði sjúkraliða og lögregluna frá Hvolfsvelli.