Það sem ég er að verða dauðþreittur á er þessi sífelldi barlómur um stöðu kvenna á Íslandi og tengdir hlutir. Það er eins og maður sé í hópi grunaðra nauðgara ef maður er ekki í “Nei” bol fyrir verslunarmannahelgi og ef maður efast um að það sé best fyrir barn að alast upp með einstæðri móður er maður ófélagslegur djöfull. Eins og ágætur útvarpsmaður að nafni Gústaf á Sögu segir, það er í gangi “jafnréttisiðnaður” og ef þú gagnrýnir hluti eins og feðraorlof þá ert þú bara úti, en nú er einmitt planið að fara að rannsaka hvað þessi lög hafa haft í för með sér, ágætt fyrir fjölda atvinnulausra mannfræðinga (yfirleitt kvenna, en það var að lostna eins staða þar sem Sigríður Dúna verður send til S-Afríku sem sendiherra,en af hverju ?).
það er eins og við eigum sífellt að vera að vorkenna konum og þeirra hlutskipti, en staðreindin er sú að í fáum löndum eru tækifæri kvenna meiri en á Íslandi, en Íslenskar konur ERU EKKI AÐ FATTA ÞAÐ og kunna bara að kvarta, sérstaklega þær yngri. Það er umhugsunarefni af hveru útlenskar konur flykkjast hingað ef þetta er svona ömurlegt hér ? Í kvöldfréttum sá ég eina byrtingamynd þessarar “vorkunnsemi”, Bessastaðir í “bleiku” og svo á að upplýsa fleiri bygginar í þessum lit, til hvers í andskotanum ?