Já, ég er nú aldeilis hissa á þessum *úrskurði* samkeppnisyfirvalda um að SkjáEinum beri að veita 365 miðlum aðgang að enska boltanum, annaðhvort í læstri eða ólæstri dagskrá.

Ég veit sjálfur ekki alveg hvað þetta þýðir, hvort enski boltinn verður í kjölfarið sýndur í opinni dagskrá á Sýn, Stöð2 eða einhverri annarri stöð.

Er ekki hægt að bera þetta saman við að nú mætti Stöð2 ekki einoka Idol þættina og þyrftu því að leyfa hverjum sem vildi (SkjáEinum, Símanum) að sýna þá í annaðhvort læstri eða ólæstri útsendingu?


Nú er bara að bíða og sjá hvað verður.