Ég hef oft verið að lesa fræðslubækur um alls konar hollráð…t.d. brostu og aðrir munu brosa til þín…eða hugsaðu vel um annað fólk og svo kannski önnur bók: Hugsaðu aðeins um sjálfan þig!

Hverju á maður að trúa? Á maður ekki bara að fara eftir því sem maður vill?

Ég vinn í matvöruverslun á “kassa” sem gjaldkeri og við erum nýbúin að vera á námskeiði þar sem okkur er sagt að brosa framan í alla ofl. ofl. Þessir menn sem héldu þetta námskeið voru voða mikið brosandi inní kennslustofunni en svo með fýlusvip þegar þeir komu fram. Er þetta einhver gerviheimur? Þeir hafa bara verið að segja:“Látið okkur græða meiri pening”

Ég prófaði þetta einn dag, að brosa og vera sérstaklega einlæg við fólk og sagði t.d.“ Viltu að ég hjálpi þér að setja í poka” ofl. Það lagaðist mikið, en svo eru ekki allir sem vilja láta brosa svona og koma vel fram við sig. Fólkið er að flýta sér! Sumir álíta mann vangefinn ef maður brosir. Mér var illt í kinnunum eftir þennan dag og nennti ekkert að brosa það sem eftir var dagsins og vera bara ég sjálf!!! Heldur þetta fólk virkilega að maður sé svona brosandi allan daginn?

Ekki sé ég hinar kassastelpurnar brosa svona eins og þeir vilja að maður geri…það finnst mér svo falskt að brosa svona rosalega. Þeir voru ekki eðlilegir í þessu námskeiði…það er eins og þeir séu að tala við vangefið fólk…eða þannig leið mér. Mér fannst þeir vera svo falskir allan tímann.