Nú er það orðið opinbert, höft hafa verið sett á opnunartíma skemmtistaða en eftir næstu helgi verður bannað að hleypa inn eftir klukkan hálfsex og eftir það hafa staðirnir klukkutíma til að koma liðinu út.

Þetta er gjörsamlega óásættanlegt að mínu mati og hafa hlutirnir aldrei gengið betur en eftir að opnunartíminn var gefinn frjáls og markaðurinn látinn ráða. Þetta er samdóma álit þeirra sem notfæra sér skemmtistaði, eigenda skemmtistaða og flestra annara sem eitthvað hafa kynnt sér málið.

Er þetta það sem við viljum, við unga fólkið höfum rödd … látum í okkur heyra og þá og aðeins þá verður hlustað á okkur. Ekki bara taka þessu eins og aumingjar og segja svona er þetta bara. Tökum höndum saman, skipuleggjum okkur og látum stjórnvöld vita að ungt fólk hefur kosningarétt og eins og borgarstjórnarkosningar hafa farið síðustu tvö kjörtímabil þar sem hefur munurinn legið í nokkrum þúsundum atkvæða, skiptum við máli.

Hugsið ykkur að ef nokkur þúsund ungmenni taka sig saman getum við sameinuð haft áhrif á hvernig næstu borgarstjórnarkosningar fara á næsta ári því munurinn liggur í unga fólkinu, þetta vita borgaryfirvöld.

Við höfum val og við höfum vald …