Af hverju er svona erfitt að finna góðar vörur nú til dags, sem endast? Sjónvörp bílar og þess háttar virðist bara vera framleitt til að duga í örfá ár. Hvað varð um sjónvörpin sem foreldrar okkar keyptu þegar þau giftu sig og eiga enn í dag. Svo er versta við þetta að þetta er ekki einu sinni ódýrt, þetta er bara dýrt! Þetta á líka við um fatnað og fleira. Maður er bara heppinn ef maður hittir á góða vöru. Mér finnst þetta lélegt. Það er auðvitað hægt að fá góðar vörur, en það virðist bara ekki vera sjálfsagður hlutur hjá framleiðundum að framleiða gæðavörur eins og í “gömlu daga”.

Kveðja Reggi