Gegnum mannkynssöguna alla hefur það reynst manninum afar óhagkvæmt að fara með ósannindi, hvort sem er í stóru eða smáu.
Sannleikurinn verður nefnilega alltaf ofan á hvort sem okkur mönnunum líkar betur eða ver, fyrr eða síðar.
Sökum þess gengur þeim mun betur gangan fram á veginn er hafa tileinkað sér þann eiginleika að segja satt.
“ Oft má satt kyrrt liggja ” segir einn málsháttur okkar Íslendinga, og hann ber okkur boðskap þess að enginn þurfi að ausa úr vitbrunni sínum því sem aðra menn kann að særa.
Sannleikurinn er forsenda kærleikans í lífinu, og einnig forsenda alls þess er góður þekkingarbrunnur hefur til að bera í formi
vísinda vorra daga er leiðir mannkyn áfram á veg vitrænna aðferða, er byggjast á notkun sannleikans fyrst og fremst.