Hvernig ætli nútíma samfélag væri ef allir myndu ávallt segja sannleikann? Eflaust ekki falleg sjón.
Sannleikurinn er sá að öll ljúgum við, við viðurkennum það þó sjaldnast. Hvítar lygar eru álitnar eðlilegur hlutur og fólk á það til að skreyta sannleikann til þess að frásagnir þeirra séu skemmtilegri og meira spennandi.
Þegar ég var lítill polli hafði ég það viðhorf að betra væri að þegja og fylgjast með heldur en að gaspra um einhverja hluti, einungis til þess að taka þátt og fá smá athygli.
Ég lærði ýmislegt af því. Lygar urðu að nokkurskonar áhugamáli hjá mér, skrýtið áhugamál.
Yngra fólk á það oftast til að ljúga meira en það eldra. Lygarnar ganga oft útá það að lygarinn fái meiri virðingu fyrir frásögn sína. Hvernig sér maður þá þegar einhver annar er að ljúga? Á maður bara að treyst vinum sínum og fjölskyldu? Treysta þeim til þess að ljúga aldrei að sér? Það væri æðislegt ef maður gæti það.
Yngra fólk á mun auðveldari með að ljúga, stærri vinahópar og erfiðari að komast upp um þeirra lygar.
En hjá eldra fólki þá geta þau ekki logið jafn miklu, það kemst upp um þau, hlutir fréttast fljótar hjá þeim og þau þurfa ekki að ljúga hlutum til þess að virðast vinsælli eða lifa skemmtilegra lífi en það í raun gerir.
En ekki ganga allar lygar útá það að aðrir beri meiri virðingu fyrir lygaranum. Oft eru þær nauðsynlegar.
Og til eru nokkur ráð til þess að ljúga… og að sjá í gegnum lygara.

Ef þú segir einhverri manneskju eitthvað þá tekur hún þér ekkert alltaf trúanlega, manneskjan er svo einföld (eða flókin) að hún trúir sínum eigin hugsunum frekar en þeim sem koma frá öðrum.
Til þess að almennilega ljúga að einhverjum áttu ekki að segja lygina beint út, þú átt mun frekar að fá hlustandann til þess að draga ályktunina sjálfa, þeas það sem þú vilt að hún trúi.
Ekki blaðra hlutunum beint út, ef einhver dregur þá ályktun sjálf að einhver manneskja (sem dæmi) hafi haldið framhjá maka sínum þá trúir hún því mun frekar en ef hún heyrir það beint út.

Feldu lygarnar á milli sannleikans. Ef einhver heyrir frásögn sem virðist fáránleg, en kannast þó við nokkra hluta frásagnarinnar þá leyfir hún sér að taka frásögnina gilda. Ef þú heyrir sögu frá einhverjum sem þú veist að er sönn, þá tekurðu mun frekar mark á einhverjum atriðum sem þú hefur ekki heyrt áður.

Líkamshreyfingarnar skipta miklu máli. Öllum lygum fylgja ákveðin líkamshreyfing. Ef manneskjan rétt klórar sér í nefinu áður en hún segir eitthvað, þá er hún að ýkja eitthvað eða bæta inn einhverri staðreynd sem hún er að búa til.
Augnasambandið er alls ekki algild regla, ég hef oft hlustað á einhvern ljúga að mér og manneskjan var starandi í augun á mér allan tímann. En það var mjög auðvelt að trúa henni þó. Gott ráð ef maður getur það ;)
Oft á manneskjan það til að hrista hausinn (neitandi) þegar hún er að segja frá andstæðu (jákvæðu). Þá er hún næstum því 100% að ljúga.
Lygarar krossleggja lappir/hendur þegar þeir ljúga, eflir sjálfstraustið þeirra. Stinga höndum líka oft í vasa ef einstaklingurinn er standandi.

Smáatriði. Ef þú þarft að ljúga að einhverjum, þá skaltu einstaka sinnum lýsa einhverju í frásögninni í smáatriðum, eykur trúverðugleika lygarinnar. Ef einvher er hinsvegar að ljúga að þér, skaltu spyrja hann niður í smáatriði um eitthvað sem hann er að ljúga um. Spurðu af eins og þú sért forvitinn ekki eins og þú sért að koma upp um lygina hans. Gefðu einstaklinginum færi á því að breyta úr lyginni yfir í sannleikann.

Lygarinn reynir oft að vera mjög vingjarnlegur þegar hann er að ljúga, hann þarf að fá þig yfir á sitt band og er oftast sammála öllu sem þú lætur útúr þér, á meðan það er ekki andstætt því sem hann er að segja. Prófaðu þig áfram.

Fast form á lygunum. Eftir að þú hefur lært inná hvenær einhver sem þú þekkir er að ljúga, þá veistu það alltaf. Til þess að aðrir sjá ekki í gegnum þínar lygar þarftu að breyta lygaforminu þínu. Ef þú þarft virkilega að fá einhvern til að trúa einhverju, þá er einfalt en sniðugt að ljúga að manneskju akkúrat öfugum hlut. Semsagt “ljúga” frekar augljóslega sannleikanum sjálfum. Þá dregur manneskjan ályktun um að þú sért að ljúga og trúir akkúrat öfugum hlut (lyginni sem þú þurftir ekki einu sinni að ljúga).

Aldrei “confronta” lygara og segja honum að þú vitir að hann sé að ljúga. Þannig færðu aldrei sannleikann útúr honum.

Og í lokin.
Á samt eflaust eftir að bæta meiru við þetta :)
Karlmenn eiga það mun meira til að ljúga um sjálfan sig, kvenfólk lýgur um annað fólk.