Kona drap börnin sín Kona í Texas í Bandaríkjunum drap öll fimm börn sín í gær, það yngsta var aðeins sjö mánaða. Hún drekkti þeim í baðkeri á heimili sínu.
Maðurinn hennar styður við bakið á henni, því hún gerði þetta vegna fæðingarþunglyndis.
Hann sagði í blaðaviðtali í dag, “Ég styð hana vegna þess að annars vegar veit ég að hún drap börnin okkar… en hins vegar veit ég að konan hérna er ekki konan sem drap börnin mín,” og benti á mynd af henni.
“Hún hafði geðrænar aukaverkanir ásamt þunglyndinu hennar sem leiddi hana í að gera þetta. Hún elskaði börnin okkar og allir vissu að hún gerði það.”
“Andrea, ef þú sérð þetta, ég elska þig,” sagði Yates.

Andrea Yates, 36 ára, var stungið í fangelsi strax og kærð fyrir morð, af því hún býr í Texas er mikill möguleiki á að hún verði aflífuð.
Réttarhöldin yfir henni byrja á föstudag.

Á miðvikudagsmorgun hringdi hún í lögregluna og sagði að hún hefði drepið börnin sín.
Þau yngstu, Luke, tveggja, Paul, þriggja, John, fimm, og sjö mánaða gömul dóttir þeirra, Mary, voru fundin í rúmi, undir laki, ennþá blaut. Sjö ára gamli Noah var enn í baðinu, þar sem haldið er að hún hafi drekkt þeim.

Hún var á lyfjum vegna fæðingarþunglyndisins, meðal annars Haldol sem er venjulega notað fyrir alvarlegri tilfelli af þunglyndi og getur leitt til ofbeldis.

Maðurinn hennar segir að hann vilji alls ekki dauðarefsingu fyrir konuna sína vegna þess að “hún var augljóslega ekki hún sjálf” þegar hún drap börnin sín.

Sjálfri finnst mér þetta virkilega ógeðslegt og að sjálfsögðu á henni að vera refsað fyrir þetta, en ég er hinsvegar á móti dauðarefsingu, sérstaklega á fólki sem er augljóslega ekki heilt á geði.
Just ask yourself: WWCD!