Það er sorglegt til þess að vita að einhvers konar pústrar millum
Íslendinga af mismunandi uppruna skuli nú vera fréttaefni og um það rætt sem sérstakt vandamál til þess að greina eða kortleggja sérstaklega. Slíkar frásagnir í fjölmiðlum eru ekki til þess að taka á vandanum, vil ég meina.
Mun nær væri að fjölmiðlar reyndu að gefa okkur mynd af því fólki er við höfum boðið velkomið og kemur frá öðrum menningarsamfélögum, s.s hvers konar siði og hætti það þekkir og hefur alist upp við sem gæfi okkur aftur innsýn í annað en umhugsun um litarhátt viðkomandi.
Við Íslendingar getum ekki ætlast til þess að, innflytjendur sem við bjóðum velkomna til dvalar og starfa í okkar landi, leggi af sína menningu alfarið þótt læri íslensku, heldur þurfum við
að reyna að finna ákveðið samræmi öllum til handa í hinum mismunandi menningalegu viðhorfum. Þar er vilji til þess að skilja forsendan.
Það er svo aftur lagt á okkar íslensku fulltrúa lýðræðisins, að ákveða hver innflytjendastefna sé á hverjum tíma í samræmi við fjölda íbúa landsins og aðlögun ólíkra menningarsamfélaga í því sambandi.
Íslendingar þurfa að fá mun meiri upplýsingar um menningu sinna nýju þegna til þess að skilja þeirra viðhorf og vilja til búsetu
og starfa í okkar þjóðfélagi.
Fræðsla um þeirra menningu er okkur nauðsynleg.