Á tillidögum tala leiðtogar okkar gjarnan um hvað við séum friðsöm og vopnlaust þjóð, en svo væla þeir um leið í Kananum um að halda hér nokkrum herþotum, (þó það mál snúist aðallega um atvinnu og rekstur vallarins) og svo eru þeir alveg til í að taka þátt í e.k. hersýningum eins og við Rússneska skipið hér um daginn og láta skjóta af byssum sér til heiðurs. Gamli alaballin Ólafur Ragnar hefur aldeilis snúið sýnum seglum á margan hátt, talandu um hræsni !

Nú svo í hinu orðinu þá montum við okkur af því að vera afkomendur Víkinganna sem úthelltu blóði víða um Evrópu á sýnum tíma, en við erum ekkert að tala mikið um það, ekki frekar en þarna um árið þegar nokkrum tugum Spánskra hvalfangara var slátrað á Vestfjörðum. Eða hvað um blóðug átök á Sturlungartímanum ? Nei, það skortir ekki hernað, dauða og villimensku í sögu Íslendinga, þetta tal um friðsæld okkar er bara kjaftæði.

Svo að lokum vil ég benda á að vegna mikils vopnaáuga Íslendinga þá er byssueign hér almenn og mikil, og ekki bara fyrir veiðar því það er mikið af bæði löglegum og ólöglegum skambyssum og herriflum, jafnvel sjálfvirkum árásarrifflum eins og AK-47, í eigu almennings.