Hæ,

Margir halda að ekki mega hjóla á götunum, en í umferðarlögunum stendur þvert á móti að menn eiga að hjóla hægrimegin á götunni, og ef hjólreiðamenn taka fullt tillit til gangandi fólks, má hjóla á gangstétt. Ef maður hjólar á fullum hraða, svona 20-30 km á klukkustund er gefið að meður getur ekki verið á gangstétt. Á göngu- og útivistarstígum gengur hins vegar oft að hjóla nokkuð greitt.

En aftur að þeim sem halda að það megi ekki hjóla á götu. Það má sem sagt, en vegna þess að svo fáir þora að gera það og vegna þess að krakkar (t.d. undir 10ára ) ættu ekki að hjóla á götu, halda margir að hjólreiðamenn eiga alls enga rétt á götunum.

Hjólreiðamenn þurfa að vera sýnilegar til að vekja athygli á rétt sinn.

Hvernig er stemningin fyrir að hittast siðdegis eða að um kvöldið, til dæmis í miðbæ Reykjavíkur og hjóla saman á götunni ? Ég veit að amk 10 manns hafa áhuga é þessu en gott væri að fá amk. 25.

Þeir sem hafa áhuga, svarið hér og sendið póst á lhm@islandia.is

Dæmi um “Critical Mass” frá öðrum löndum ( Við ættum að leggja áherslu á að hafa gaman ekki fara í strið, minnka ágreiningar við bílstjórar eins og kostur er)

http://www.critical-mass.org
http://www.zap20.ukgateway.net/CMfaq.html
http://eero.no/nvh/criticalm.htm