Deilur og erjur í stóru hluthafafyrirtæki, skráðu á verðbréfamarkaði, um samning við ríkið í þjónustu við fullorðið fólk, hefur að vissu leyti gefið okkur mynd af “ frumskógarlögmálum ” markaðshyggjunnar í allri sinni mynd þar sem lögfræðiálitum er veifað á báða bóga í fjölmiðlum, í deilunum um eiginhagsmuni og aftur eiginhagsmuni, ef til vill á kostnað þess að almenningur kann að missa trú á fyrirtækinu.
Varla eru deilur þessar heldur til þess fallnar að vekja almennt trú á hinum frjálsa hlutabréfamarkaði, sem virðist að hluta til ekki hafa til að bera betra umhverfi en “ hanaat á prikum ”
Hvað skyldi fyrirtækið greiða í arð til handa hluthöfum vð þessar aðstæður ?