Mótmæli á Íslandi Mér hefur alltaf fundist fyndið að horfa á fréttir um mótmæli hérlendis.

Dæmi um íslensk mótmæli: 15 manns standandi saman með skilti labbandi um eins og uppvakningar með frosinn vonleysis og leiðindar svip og allveg að drepast úr leiðindum.

En engin/n þorir að vera fyrstur til að játa sig sigraðan, í staðin halda þau áfram þartil þau koma sér öll saman um að hætta kl. ? og fara síðan öll til sinna heima með skrítna tilfinningu í brjósti sem orsakast af engum árangir og ósigri.

Um daginn skellti ég uppúr þegar ég heyrði fréttir um 50 manneskjur (sem er óvenju fjölmennt) sem voru að mótmæla fyrir utan Kárahnjúka, ég meina hvað á þetta að gera gagn? Það er ekki eins og ríkisstjórnin segi bara “ok sorrí við skulum bara hætta við allt heila klabbið og við lofum að gera þetta ekki aftur”.

Nei!. Ríkisstjórnin hættir ekki hún gerir frekar meira af framkvæmdum heldur en öfugt, því stjórnvöld virðast hafa gífurlega þörf fyrir að fylla upp gróður húsa loftegunda kvótan og þeir linna ekki látum fyrr en hver ögn af kvótanum er uppfylltur.

Þannig að mótmælendur Íslands játið ykkur sigraða, eyðið frekar tímanum með fjölskyldunni eða finnið ykkur eitthvað skemmtilegt hobbí eða byrjið að æfa curling því það er meiri tilgangur í því.