Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum EF Hver hefur ekki einhverntíma sagt þessa setningu?
Það er svosem allt í lagi með hommana ef þeir eru ekkert fyrir mér. Ef þeir eru ekkert að þröngva sér og sínum inná mitt heimili. Ef þeir eru bara eins og við.
Er það ekki frekja að vilja að annað og öðruvísi fólk reyni sitt besta til að líkjast manni sjálfum?
Þetta á ekki aðeins við um hommana eða lessurnar, heldur einnig útlendinga, og þá einkum innflytjendur, ef út í það er farið, en það er ekki það sem ég er kominn til að tala um.
Það er leiður misskilningur að halda að það sé ekki náttúrunni samkvæmt að vera samkynhneigður. Það er þvert á móti jafn náttúrulegt og gagnkynhneigð. Þetta er, mundu margir segja, liður náttúrunnar í að hindra offjölgun mannanna. Þetta gegnir vissulega þeim tilgangi og það má vera eina ástæðan fyrir þessu. Þegar dýrastofn er fáliðaður og afkoman hæpin þá verða allir að leggja sitt af mörkum til að reyna að halda stofninum við, því hafa þau einfaldlega ekki tíma til slíks munaðar eins og samkynhneigðar eða lista ef út í það er farið, þess vegna eykst hlutfall samkynhneigðra eftir því sem fleiri eru til að tegundinni.
Náttúran vill að karl og kona haldi saman og eignist börn! þetta er ofarlega í huga margra. Endalaust er hægt að benda á hluti sem eru, ekki aðeins á móti náttúrunnar “vilja”, haldur gersamlega eyðileggur náttúruna. Þar má nefna bíla, báta, olíunotkun, kjarnorkunotkun, hverskyns vopnanotkun og síðast en ekki síst, offjölgun mannanna. Ef jafn margir leggðu jafn hart að sér að úthrópa þessa hluti og eru að úthrópa hommana þá væri heimurinn mun hreinni og ferskari, vegna þess að þetta eru hlutir sem við ráðum sjálf við. En hver stjórnar því hins vegar hvort hann sé meira fyrir stráka eða stelpur?
Hér vil ég henda fram spurningu fyrir aðra gagnkynhneigða menn: Getið þið bælt niður hvatir ykkar og haldið við karlmenn í staðinn fyrir konur til að þóknast þeim sem hata ykkur?
Guð veit að ekki get ég það og mundi frekar deyja en að ríða körlum til æviloka til þess EINS að þóknast þeim sem (ef svo væri) hötuðu mig.

Þetta er það sem margir samkynhneigðir standa frammi fyrir. Sumir bæla þetta niður og ríða einhverjum af röngu kyni til að þóknast þeim sem hata þá annars. Er skrítið að einhver hafi einn daginn fengið nóg og staðið upp og sagt nei! og klætt sig eins og HANN vildi og reið þeim sem HANN vildi og fór í skrúðgöngu með þeim sem vildu líka klæða sig og ríða þeim sem þau vildu?
Ekki finnst mér það skrítið.

við gagnkynhneigða fólkið klæðum okkur upp og högum okkur eins og fífl á hverri einustu helgi, og að sjálfsögðu kannast ekki margir við það því allir eru normal í sínum eigin augum.

Af hverju fara gagnkynhneigðir ekki í göngu sjálfir? Það er spurning, enginn bannar okkur það, nema okkar eigin samviska líklega. þetta væri ekki ósvipað og að hvítir menn færu í göngu til að mótmæla kynþáttafordómum á hendur þeim sjálfum. Þetta er bara hreinlega barnalegt svo ekki sé meira sagt.

Ég spurði í upphafi hvort það væri ekki frekja að vilja fá hommana og lessurnar til að leggja sig í líma við að líkjast okkur. Eigum við meiri heimtingu en þau á því að við líkjumst þeim?

Mín lausn er því sú, að það er ekki frekja. Það er helvítis óþroska barnaskapur, heimtufrekja og sótgrenjandi heimska að vilja að annað og öðruvísi fólk reyni sitt besta til að líkjast manni sjálfum.