Einhver skemmtilegasta kvikmynd Woody Allens heitir glæpasaga mín. Í henni er meðal annars stórkostlegt atriði, þar sem hann brýst út úr fangelsi, vopnaður skammbyssu sem hann hafði tálgað úr sápu, hrein listasmíð. En lánið lék ekki við hann, því daginn sem hann ákvað að nota sápubyssuna til þess að brjótast út, var rigning, þannig að byssan góða breyttist á svipstundu í sápufroðu, sem hann hélt á í höndunum.

Við Íslendingar erum þessa dagana að verða vitni af svipaðri vitleysu í íslensku réttarfari. Munurinn er að vísu sá, að í okkar farsa leikur Jón H. Snorrason glæpamanninn Woody Allen með Harald Johannesen sem statista. Þeir félagar hafa síðastliðin þrjú ár beint sápubyssunni sinni að Jóni Ásgeir Jóhannessyni forstjóra Baugs, og það hefur ringt allan tímann. Í Bakgrunni má glitta í tugþúsundir íslendinga, sem hafa tapað stórfé á byssuleik strákanna á Skúlagötunni, sem hafa það eitt að leiðarljósi að ganga í augun á einum stjórnmálamanni. Munurinn er bara sá, að strákarnir með sápubyssuna hafa rænt almennin á íslandi um milljarða króna með leikaraskap sínum.

Hvernig stendur á því, að þessir menn ruddust inn á skrifstofur Baugs sama dag og ganga átti frá stærstu fjárfestingu íslandssögunnar á sínum tíma?
Hvernig stendur á því, að þeir leggja fram kærurnar nú á þessum tíma ,rétt áður en þeir náðusamlegast þurfa að bregða sér af bæ með familíurnar á sólarströnd til þess að viðra samviskuna, og skilja sakborninga eftir í óvissu fram á haust þegar þeir standa í einu stórræðinu enn sem kanski rennur út í sandinn vegna undarlegra tímasetninga yfirvaldsins í landinu. Dýr sólbrúnka það.

Það er undarlegt að fylgjast með því, að upphaf þessa máls er að rekja til heiftar Jóns Geralds Sulllenbergers, eða hvað sá góði maður nú heitir, en snýst upp í andhverfu sína, þar sem allt kapp virðist hafa verið lagt á það að finna eitthvað sem hægt væri að hanka Jón Ásgeir, manninn sem fyrstur byrjaði útrás Íslenskra fyrirtækja erlendis, og við erum í dag svo stolt af, og hengja hann í hæsta tré.

Ég hefði gaman af því að fá að vita hve mörg af okkar stærstu fyrirtækjum stæðust slíka skoðun. Er bókahaldslögum ekki þannig háttað að slíkt geti alltaf átt sér stað?

Hvað skeður ef snillingarnir knáu við Skúlagötuna hafa ekki haft árangur sem erfiði? Jón Ásgeir talar um skaðabótamáli við ríkið. En Jón Ásgeir var ekki einn eigandi að Baugi á þeim tíma sem yfirvöld á Íslandi eyðilögðu kaupferlið á Arcadia, sem Jóhannes Jóhannsson mat ári síðar sem tap einnar góðrar loðnuvertíðar fyrir samfélagið. Staðreyndin er sú, að hluthafar voru tugþúsundir íslendinga sem höfðu keypt hlut í félaginu í góðri trú um að þessi frjáfesting myndi vænka hag þeirra. Ef ríkið er skaðabótaskylt gagnvart Jóni Ásgeiri, er það þá ekki skaðabótaskylt gagnvart stórum hluta landsmanna?

Verði 6 menningarnir sem ákærðir eru sýknaðir, hvað gerist þá? Verður Jóni H. Snorrasyni, Haraldi Johannesen og félögum þeirra á skrifstofu sherriffsins frá Notthingham við Skúlagötu lengur vært á sínum básum? Verður þá ekki dags til þess að fara að stinga út úr haughúsinu.
Það er bara vonandi að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á því, að þótt þessir hrútar hafi á sínum tíma þótt góðir til undaneldis vegna ætternis, þá bregðast krosstré sem önnur tré. Á góðu búi er hrúti sem ekki stendur sig við gerningar slátrað, svo einfalt er það nú. Sá sem minnst má sín í samfélaginu þarf að þola það, að jafnvel minnsta hliðarspor á unglingsárum fær að fylgja honum um aldur og ævi, hversu vel sem úr honum hefur ræst þegar árin fara að færast yfir, nokkuð sem Skúlagötustrákarnir þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af.

Það versta við þetta allt er, að hvað sem á dynur, þá eru þessir pabbastrákar sem hófu leikinn alltaf varðir. Þeir eiga eftir að koma fram í sjónvarpinu með vel pússuð englafeisin, segjandi okkur frá því hvað þeir séu góðir gæjar, og að þetta hafi nú allt verið gert í nafni laganna.

En vitiði, hvernig sem á þetta mál er litið, þá er það þjóðin sem tapar. Rannsóknin, sem allir eru sammála um að er gerð á hæpnum forsendum hefur kostað þjóðarbúið tugi milljóna. Eins og áður hefur komið fram, var tap þjóðarbúsins fyrsta árið á eftir svipuð og ein loðnuvertíð, allt vegna þess að litla pabbastráka langaði að ganga í augun á valdamesta manni landsins. Ja svei.

Það verður aldrei hægt að draga þessa gúbba fyrir dómstóla landsins þegar þar að kemur. Og síst af öllu verða þeir persónulegir borgunarmenn fyrir skaðanum. Það er því ósk mín að löggjafinn setji tímanelga ný lög sem þekkt eru frá villta vestrinu hér áður fyrr, þar sem menn af þessu kaliberi eru tjargaðir og fiðraðir, almenningi til skemmtunar.