Mér brá þegar ég las á sjónvarpsskjánum í morgun “365 Ljósvakamiðlar hafa hætt útsendingu PoppTíví á Breiðbandi Símans” þetta á við um sjónvarpsstöðina Sirkus. Stöð sem upplýsti að meginmarkmið sitt væri að ná til flestra landsmanna. Ég ákvað að senda póst á stod2@stod2.is sem er skráð netfang 365 Ljósvakamiðla á simaskra.is. Ég læt póstinn fylgja með hér að neðan.

Þetta finnst mér skrítið, stöð sem að upplýsti það að hún ætlaði að reyna að ná til flestra landsmanna, sé að hætta útsendingum á Breiðbandi Símans. Það nota mörg þúsund manns Breiðband Símans, því að hætta að senda út Sirkus til part landsmanna þegar markmið stöðvarinnar er að ná til sem flestra landsmanna. Mér finnst að hefja ætti útsendingar Sirkuss á Breiðbandi Símans aftur. En hvað svo með Live 8, heimsviðburð en nær svo bara til brots af þjóðinni. Ég endurtek það að hefja ætti útsendingar Sirkuss á Breiðbandi Símans aftur sem og að reyna að bæta það að Sirkus nái bara til brots landsmanna.


Virðingarfyllst

Adam Þór Þorgeirsson