Glæpsamleg einokun Ég ætla aðeins að fjalla um glæpsamleg vinnubrögð íslensku mafíunnar, þ.e.a.s. Gasfélagsins, sem er í eigu þriggja stærstu olíufélaganna, Olís, Shell og Esso.

Ykkur má finnast þetta smáatriði, og kannski er þetta það, en það breytir því ekki að hegðunin sem ég ætla að ræða um er alger skandall og bara hneyksli.

Þetta byrjaði allt með því að pabbi minn fór í Ellingsen (sem notabene er í eigu Olís) og var þar boðið upp á svona hálfgerða smellu fyrir gaskúta.

Í staðinn fyrir að þurfa alltaf að vesenast við að skrúfa af og á hluti, þá er einfaldlega bara hægt að smella þessu á. Sagt er við hann að þetta sé án efa framtíðin og eigi eftir að vera bylting í þessum málum. Þetta kaupir hann á stórfé, að minnsta kosti þrefalt hærra verði en þetta venjulega stykki sem hann ætlaði að kaupa í fyrstu.
Allt í lagi, ekkert athugavert við það, pabbi slær til. Enda hundleiðinlegt að vesenast við að skrúfa gaskútana alltaf við grillið og svoleiðis.

Þetta er svosum ekki frásögum færandi fyrr en hann ætlar að fara að kaupa nýjan gaskút, svona 3-4 mánuðum seinna. Þessi sem hann var með er 11 kíló.
Hann fer á Olís til að kaupa nýjan, en neeeeei. Er þá gasfélagið ekki bara hætt að framleiða gaskúta með smellum? Eftir mikið taut og rifrildi tekst honum þó að grafa upp einn tveggja kílóa tank sem var bara í gömlum birgðum.
Svo áðan, þegar við ætluðum að gera aðra tilraun, þá er hvergi á þessum 10 bensínstöðvum sem við fórum á, að finna gastank með smellu.
Það sem átti að heita framtíðin er bara ekki framleitt lengur og engin leið að kaupa neinn gaskút með smellum.
Starfsmenn Olís sögðu að “Gasfélagið væri bara hætt að koma með þetta”. Brandarinn er náttúrulega sá að Gasfélagið er, eins og stendur fyrir ofan, í eigu þessara Olíufélaga. Svo að með svona einokun á gastönkum, geta þeir sannfært alla um að kaupa svona smellur rándýrt, og selja tanka með því. Svo þegar þeir telja sig vera kominn með nógan pening úr því, þá hætta þeir bara að flytja inn tanka með smellum. Þá þurfa allir sem liðu fyrir að kaupa smellur á gastankinn að kaupa nýtt stykki með skrúfum (sem notabene hefur hækkað núna um 150% í verði).

Þetta finnst mér bara fáránlegt og að þessi félög komist upp með þessa glæpastarfsemi er skandall.




Nánari útskýring á muni tanka fyrir þá sem skildu mig ekki alveg, ekki endilega best orðað.


Tankur með skrúfu;

Tankur sem þú sérð á öllum bensínstöðvum. Skrúfa er ofan á honum sem þú þarft að festa slönguna á milli grills og tanks við. Til að festa það þarf skiptilykill og fleira vesen.

Tankur með smellu;

Smella sem er á, smellir bara slöngunni á og ekkert vesen. Mun handhægara og betra, þetta er framtíðin ha?


Svo til gamans má segja að verð á gasi er þvílíkt hneyksli, þar sem samkeppnisstofnun er lömuð stofnun og lætur Olíufélögin komast upp með þessa einokun sína á gasi.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.