Konur í stjórnunarstöðum Kona bíður sig fram, kona kýs, kona kýs ekki konu. Af hverju?
Mér finnst svolítið skemmtilegt að við konurnar erum fleiri ef á heildina litið. Ef á toppinn er einungis litið er karlpeningurinn í afgerandi meirihluta. Þannig að konurnar sitja við botninn og gefa mönnunum fótstig, þær eru nefnilega nógu margar.
Konur eru ekki að bjóða sig fram til neinna embætta ef þær hafa ekkert að gera í þeim, ef þær hafa engin stefnumál og/eða ef þær eru vanhæfar. Þær gera það vegna þess að þær vita að þarna geta þær haft áhrif, gert góða hluti og látið gott af sér leiða.
Er verið að benda til þess að það er eiginlega bara þannig að karlar eru betri, að karlar eiga eiginlega bara að vera í stjórnunarstöðunum.

Það sem kom þessari hugsun hjá mér í gang var að strákur sem ég þekki mjög vel hefur sagt mér eftrfarandi hluti (kannski að þetta hafi allt átt að vera sjúkt grín en öllu gamni fylgir einhver alvara): Bardagalistir eru eiginlega ekki fyrir konur.
Ég man alltaf eftir afmæli mömmu því hún á afmæli í kringum það leyti sem konur eru með einhvern derring. (19. júní)
Mér finnst að þegar konur giftast eigi þær að afsala kosningarétt sínum til mannsins.

Og örugglega eitthvað fleira sem mér hefur bara misboðið svo að ég hef gleymt því.

Er viðhorfið almennt það að kona sé virkilega óhæfari en hver annar karl. Að kona bara geti einfaldlega ekki sinnt starfi jafnvel og annar karl. Að konan sé í raun og veru veikari, veikara kynið?

Þetta finnst mér bara vera út í hött.
En þessu væri hægt að breyta, einfaldlega með því vekja fólk til umhugsunar og þá helst kvenhlutann. Að fá konur til þess að breyta þessu sjálfar. Það hljóta allir að sjá að launamunur ætti ekki að byggjast á kynferði eða þeirri ástæðu, sem mér finnst rugl, að konur fá barnameðlag (hef ekki kynnt mér þetta nógu vel til að geta útskýrt þessi rök sem ég fékk frá einhverjum sem gat heldur ekki útskýrt þau nægilega vel fyrir mér).

Hvað er það sem fær fólk til að trúa því að konur séu ekki jafnhæfar?
Að trúa því að störf sem í gegnum tíðina hafa verið álitin “kellingastörf” séu ekki krefjandi og erfið, með löngum vinnudögum og eins og hefur komið fram á teninginn verr launuð ef það er kona sem er í starfinu en ekki karl? Er þetta réttlætanleg skoðun í upplýsingasamfélagi?
Have a nice day