Í þjóðhátíðarræðu sinni barði Halldór Ásgrímsson sér á brjóst, og tilkynnti þjóðinni að nú ætti að bjóða fyrirtækjum skattaívilnanir, ef þau gæfu pening til líknar og menningarmála. Það ætti bara að senda seðlana í sjóð sem einhverjir honum þóknanlegir fengju að dreifa út að vild.
Það er gaman að drottna. Spons vegna hljómleika á sem sagt í framtíðinni að fara í gegnum ríkisrekið apparat, en ekki milli velviljaðra fyrirtækja og hljómleikahaldara.
Undanfarin ár hafa djarfir einstaklingar gjörbreytt landslaginu í hljómleikahaldi á Íslandi. Í mörgum tilfellum er um að ræða innflutning á listamönnum, sem væri fræðilega útilokað að fá hingað til lands nema með dyggri aðstoð velviljaðra fyrirtækja.
Með því að bjóða fyrirtækjum skattaívilnanir gegn því að leggja kostunarfé sitt í sameiginlegan sjóð sem einhverjar listaspýrur eiga síðan að drottna yfir, er Halldór Ásgrímsson að slá líkistunaglann í annars blómlegt tónleikalíf Íslendinga undanfarin ár.
Nær væri að fyrirtækjum væri leyfilegt að velja sjálf hvaða listviðburði þeir vilja styrkja gegn skattaívilnunum í stað þess að eyðileggja það starf sem þegar er hafið.
Alltaf flottur Halldór.