Nú er ég virkilega fúll. Það var bara fyrir nokkrum dögum að mAlkaV tilkynnti mér að ætlaði að yfirgefa Huga til þess að vera samkvæmur sjálfum sér. Auðvitað var ég geðveikt pirraður, því hann hefur sett sinn svip á huga og gert margt gott hérna. Af hverju er hann á förum? Hann skrifaði grein um það á Heimspeki og tjáði sig um ástæðuna. Eigum við ekki að þakka öllum þeim þjóðernissinnum, rasistum og fáfróðu fólki? Klapp Klapp.
Við stöndum í þakkarskuldi við ykkur öll. Ég vil kannski helzt nefna Kanslarinn.
Sá einstaklingur uppgötvaði huga eftir að hafa fengið útreið á ircinu til þess að reyna miðla út hatursáróður sinn. Ég veit ekki betur til þess að hann hafi verið að lýsa því yfir að hann væri and-semnízkur( sem sagt andvígur gyðingum) og í þokkabóti að alhæfa allir svartir væru latir.

Ég ætla að reyna forðast allt skítkast, en samt sem áður hrekja þessi ömurleg rök hans. Í fyrsta lagi finnst mér það frekar varasamt að reyna byggja rök sín á Gallup könnun. Það er fásinna. Þótt að helmingur þjóðarinnar velji Davíð Oddsson stjórnmálamann aldarinnar þá þýðir það ekki það sé satt. Það er svona 75% af þessu fólki sem veit ekki hver var formaður Sjálfstæðisflokksins á undan Davíði og Þorsteini Pálssyni. Ég veit ekki hvað fífl láta detta sér í hug að Ísland sé eitthver stórþjóð. Ég held þetta séu bara leifar af grunnskólakennurum sem þjáðust af minnimáttakennd, sem hafa stórskemmt suma hér á þessu landi með að heilaþvo þá með þjóðrembing. Ísland væri ekki neitt ef það ekki verið fyrir Marshall-aðstoðina. Við værum sjálf flokkuð sem hluta af þessu þriðja-ríka klasa sem allir keppast við að vorkenna, en gera síðan bara ekki neitt í málinu.
Það er sorglegt að sjá ný-nasistahreyfinguna. Það er alltof margir ráðvilltir einstaklingar að ganga í þessa hreyfingu og líka FÍÞ. Ný-nasistar eru sorglegir, þeir eru að reyna láta alla líta út eins, því þeir sjálfir skera sig ekki úr. Þeir eru að halda upp hugsjón geðsjúklings. Auðvitað finnt þeim gott að reyna samsinna sér við einhvern snilling, en þeir falla í sömu gryfju og kristnir menn. Ný-nasistar taka aðeins þær skoðanir sem henta þeim sjálfum. Þeir fara ekkert eftir neitt annað sem Hitler boðaði. Hitler trúði á fólk byggi nálægt kjarna jarðar, Hitler var grænmetisæta, Hitler var vægast sagt furðulegur gaur. Það er kannski ekki skrítið að hann var svona “slæmur”, hann var að sjálfsögðu gyðingur. Þetta er staðreynd sem margir ný-nasistar gera sér ekki grein fyrir. Það sem fer samt virkilega í taugarnar á mér er þessi þvæla ,,HELFÖRIN GERÐIST EKKI´´ eða ,, HELFÖRIN VAR BARA ÝKT´´. Kanslarinn sjálfur hefur reynt að hvítþvo nasista af þessum glæpum. Ef þetta er ekki satt, af hverju í andskotanum eru Þjóðverjar að greiða bætur þá? Þeir hafa kannski bara ekki vit á þessu? Síðan má ekki gleyma ,,Dón Kíkóti“ Íslands ( trommusláttur) Hlýnur Þór Vigfússon. Alltaf þeir ég hugsa til hans þá er rödd innan í mér sem segir ” Sælir eru einfaldir". Ég veit ekki hvort hann sé Lísa í Undralandi eða hvað.

Núna ætla ég þýða fyrir ykkur. Þetta er er þýtt úr Strumpamáli. Það er stundum erfitt að skilja Hlyn minn.

1.Ég er ekki rasisti.
( Samt hata ég svertinga, asíubúa og gyðinga. Mig finnst að ég sé ótrulega merkilegur, bara því ég hef minna melanín en aðrir)

2. Ég er sjómaður og krefst þess að vera hylltur eins og guð!
( Ég þjáist af minnimáttarkennd, því ég ómenntaður og gæti aldrei lært. Ég vil kenna alla aðra en sjálfum mig um hverning líf mitt er.

3. Það er allt útlendingum að kenna.
( Ríkisstjórnin er að ríða Íslendingum í rassgatið og ég hef hvorki gáfurnar né
hugvitssemi að kvarta í þeim…. já, Davíð er samt kóngur)

Ég vil bara segja þeim sem reyna skilgreina sig sem þjóðernissinna að þroskast aðeins. Þið vitið varla hvað felst í því. Að vilja ekki hleypa öllum útlendingum inn í landið er fordómar. Ég held að sumir hérna vilji bara að hvítir komi. Það er ekki að vera þjóðernissinnaður. Það er fávizka og fordómar. Það þýðir ekkert að reyna fela sig frá þeim staðreyndum og horfa sjálfan sig í augað og geta viðurkennt að
maður sé rasisti. Flestir sem eru rasistar eru líklegir til þess að hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum og vera karlrembur. Þetta er ekki alhæfing, en í flestum tilvikum á þetta við. Alltof margir líta á Ísland sem Utopíu. Ég er nokkurn viss um að Thomas More hafi ekki skrifað bókina og ímyndað sér þetta land.
Mannkynið er búið að lifa mörg þúsund ár og hefur þróast og breyst. Samt vilja margir halda í frumhvötin eins og að eigna sér eitthvað svæði. Sum frumhvöt eru sniðug, ég ætla ekki að neita því og þið vitið eflaust hvað ég á við. Málið er að margir hverjir hérna á þessu landi eru ekki hreinræktaðar. Margir hérna hafa blandast við Frakka, Breta, Íra og aðrar þjóðir. Það er staðreynd. Og bara til þess að koma sumum hérna í uppnámi, þá er mikið um svertingablóði í Frökkum. Alexander Dumas eldri sem skrifaði Grefinn af Monte Cristo og Skytturnar þrjár var blandaður, en það sást ekki á honum. Ísland er hluti af heiminum en ekki öfugt. Það er ekki hægt að búast við því að við getum farið að flytja til einhver önnur lönd og banna síðan öðrum að koma hingað..
Through me is the way to the sorrowful city.