Flest allir hafa heyrt þetta máltæki:
“Þarfir fjöldans vega þyngra en þarfir þeirra fáu”
eða “The needs of the many outweigh the needs of the few”.

Það er mikið til í þessu. Fórna einhverju fyrir fjöldann svo hann
eigi öruggara líf. En hver ákveður þetta? Er það fjöldinn eða
eru það þessir fáu? Svarið er nokkuð augljóst. Það er fjöldinn
sem ákveður að þessir fáu þurfi að fórna einhverju fyrir sig því
jú… þeir eru fleiri. Það eru sett allskonar boð og bönn því
fjöldinn er hræddur um hvað einstaklingarnir ákveði að gera.

En setjum upp dæmið aðeins öðruvísi. Segjum sem svo að
það sé til einhver einstaklingur sem er þannig gerður að það
er einhvað í líkamanum á honum sem hægt væri að nota til að
útrýma öllum tegundum krabbameins. En ferlið sem
einstaklingurinn þarf að fara í gegnum til að þetta sé hægt
kostar hann lífið.

“The needs of the many outweigh the needs of the few”

Væri það rétt af fjöldanum að lífláta þennan einstakling til að
bjarga milljónum? Eða á að leyfa einstaklingnum að ákveða
það sjálfum?

“The needs of the many outweigh the needs of the few”

Hver ákveður þetta?

Ef ég væri þessi einstaklingur, hefði möguleika á að lina
þjáningar miljóna og bjarga fleiri lífum en ég get talið þá
myndi ég líklega fórna sjálfum mér. Ég vona allavega að ég
gæti það. En mér fyndist það aftur á móti ekki sanngjarnt eða
siðferðislega rétt að einhvað fólk sem ég þekki ekki neitt
ákveði hvort ég lifi eða deyji, sama hver tilgangurinn sé. Ég
vildi óska þess að ég lifði í þannig samfélagi að mér væri
treyst fyrir því að taka ákvarðanir sjálfur. Hvort sem þær eru
réttar eða rangar fyrir mig sjálfan eða fyrir fjöldann.. því fjöldinn
er ekkert annað en margir einstaklingar. Ég held að við
verðum að treysta fólki til að taka réttar ákvarðanir sem allir
njóta góðs af, því annað finnst mér siðferðislega rangt.
Einstaklingar eru greindir og skynsamir og ég held að við
sem fjöldinn ættum að treysta honum til þess að taka rétta
ákvarðanir fyrir sjálfan sig og treysta því að hann geri sér grein
fyrir afleiðingu ákvarðanna sinna hvor sem þær afleiðingar eru
góðar eða slæmar.

“The needs of the many outweigh the needs of the few”

Hver á að ákveða hvað á að gera?
Endilega segið mér hvað ykkur finnst.

Friður
potent