nýlega hefur fram komið að vændi sé stundað á Íslandi. dansmeyjar hafa sagt það, maður kom fram í fréttunum og játaði að hafa keypt sér kynlíf á súlustað í reykjavík, mörgum finnst það skrýtið, vændi hérna á Íslandi? nei það getur ekki verið, en það er nú þannig. En á ekkert að gera í því, nú er ferið að rannsaka bókhald bóhem, en afhverju er þessum stöðum ekki lokað, þeir trúa eflaust ekki dansmeyjunum. afhverju var verið að opna þessi staði, getur fólk ekki bara leigt sér klámmynd og pervertast heima hjá sér. mér finnst þetta niðurlægjandi fyrir konur, og hvað með mennina sem fara þarna. í sumum löndum er verið að láta vændiskonur fá lífeyri og eitthvað svaka sko, en til hvers? í skýrslu sem eitthvað embætti gerði fyrir stuttu kom fram að mörg börn hér á Íslandi stunduðu vændi til að sjá fyrir sér, og sum hver að kaupa dóp, afhverju var ekkert gert í því, voru þau bara að gera skýrlsu því þau vonuðust til að það væri ekkert vændi á Íslandi, eða finnst þeim bara svona gaman að gera skýrslur? það hefur eflaust verið stundað vændi hérna lengi en enginn bara viljað trúa því.