Jóhannes Páll II:
Í Október 1978 var Jóhannes Páll II kosin af klerkum vatikansins til að gegna stöðu páfa og var þar með fyrsti páfin í 455 ár sem að ekki var Ítalskur. Núna seint í apríl lést blessaður maðurinn og var þá búin að gegna embætinu í 26 ár. Fljótlega eftir dauða hans þá loka kardínálarnir sig inní Sixtínsku kapelluni í Róm(Vatikaninu) og kjósa eftir mann páfa. Til að geta verið kosin þá verða þeir að uppfylla viss skylirði sem eru meðal annars þau að vera eldri en 60 og yngri en 80 ára, ásamt því að tala latínu.
En það sem mig langar að ræða sambandi við Jóhannes Páll II er hversu íhaldsamur hann var. Bannaði fóstureyðingar, getnaðarvarnir, skilnað og fleira. Páfar í gegnum tíðina hafa sumir verið gagnrýndir fyrir hina og þessa hluti. Til dæmis þá varð Píus XII páfi á tímum Nasismans. Hann svo gott sem hjálpaði Nasistum að safna saman gyðingum í Ítalíu og fordæmdi aldrey þau verk sem að voru unnin á þessum tíma. Samt sem áður Kanóneseraði Jóhannes páll Píus 1983 rétt eftir að hann breyti reglunum sambandi við Kanóneseringu.
Eins og ég sagði áðan þá var Jóhannes Páll mjög íhaldsamur og bannaði getnaðarvarnir og í kjölfarið þá hefur útbreidsla eyðni farið eins og holskefla yfir heimin og þá sérstaklega afríku sem að er að stórum hluta kaþólsk.
Er ekki komin tími til að kaþólska kirkjan fari að átta sig á því að hún þurfi að þróast í átt til nútímans. Mundi það ganga frá henni að mæla með getnaðar vörnum. En ég get ekki sagt að ég sé bjartsínn á að það muni gerast því að flestir þeir klerkar í kaþólsku kirkjunni eru settir af páfa og eru þannig flestir álíka íhaldsamir og hann. Ég vill bara seiga að mér finnst svona blind trú og pretikanir um svona alvarlega hluti jafnist við stríðsglæp. Páfin verður að átta sig á ábyrgðinni sem hann ber og þarf þessvegna að átta sig á því að orð hans hafa ÁHRIF.