Ég fór á hina stórglæsilegu sýningu “Rígurinn” í Verkmenntaskóla Akureyrar og ég varð orðlaus. Þetta var stórkostleg sýning og ég mæli með að allir sem geta fari á hana. Hljómsveitin var mjög góð og söngurinn alls ekki slæmur. Greinilega vel æft og mikil vinna að baki þessarar sýningar.


Þetta fjallar um eins konar stríð milli Menntaskólans og Verkmenntaskólans og er þar hart barist með berum hnefum og prikum. Það ríkir hatur milli skólanna tveggja og ef að “mentskælingur” og “verkmentskælingur” sjá hvorn annan þá fara þeir oftast ófögrum orðum um hvorn annan. En þegar strákur og stelpa úr sitthvorum skólanum verða hrifin af hvort öðru, fer af stað hringrás sem endar með ósköpum. En einnig er mikill húmor og mikið um fyndni í þessu. En það er greinilegt að það er Rígur milli þessara skóla.

Nú ætla ég ekki að segja meira en ég hvet alla til að fara á þessa sýningu. Leikararnir eru góðir söngurinn ekki síðri og hljómsveitin er með fádæmum.



Kv.

Dorno