Ég vill byrja á því að segja að persónulega hef ég ekkert gagnvart fasisma. Ég held samt að hann sé ekki með bestu leiðunum að stjórnun þó að þetta sé mannlegt eðli að tilbiðja eitthvað.

Nú gráta allir og syrgja hinn óumflýjanlega dauða páfans. Þjóðarsorg í tveimur löndum ef ég man rétt. Ég er ekki trúaður og ég verð að játa það að ég botna ekkert í þessari háttsemi tiltekins fólks. Þetta er ein manneskja af meira en 6 milljörðum. Meira að segja lifði þessi manneskja undir þeim formerkjum að ‘allir eru jafnir fyrir Guði’. Það sem ég hef heyrt af páfanum er allt gott, alls ekki vond manneskja. Hefur látið margt gott af sér leiða. Fréttamyndirnar af öllu fólkinu í kringum páfan minnir mann heldur mikið á hina ýmsu fasistaleiðtoga sögunar.

Hvað varð um gildi einstaklingsins? Þurfum við virkilega hetjur til að leiðbeina okkur? Getum við ekki hjálpað sjálfum okkur í einhverju? Sérstaklega í kaþólskri kristni þar sem að fólk hefur 3 megin hetjur. Guð, krist og páfan. Ekki gleyma heldur öllum dýrlingunum.

Líka get ég ekki annað en ‘kvartað’ á minn hátt yfir starfi hans. Hann getur verið mjög góður í öllu því sem hann getir og helgar sig hlutunum en á hann skilið svo mikla virðingu útaf því? En og aftur, góður maður sem gékk gegnum harðindi og hefur leiðbeint mörgum en að breyða út góðum siðum á ekki að þurfa að vera einorðað við einhverja einstaka trú. Ég hef meira að segja heyrt hann kallaðan heimsleiðtoga. Fínn gaur, minnumst hann fyrir það sem hann var… lítil virðing á því að minnast hans fyrir ranga hluti.