Þar sem mikil umræða hefur verið á Íslandi um þessi mál vil ég segja fólki frá því, sem er að gerast i copyright málum í Svíþjóð.
A.t.h. ég ákvað að senda þessa grein inn á Deigluna því þar er líflegasta umræðan um þessi mál.


En jæja, svona hjóðar þetta.( þýtt og staðfært frá sænsku )

1.april
Þetta er ekki aprílgabb, stærsta aðgerð Svíþjóðar í að sniðganga kvikmyndaiðnaðinn er staðreynd.
Network United - heimsins stærstu deili-samtök, Piratbyrån og The Pirat Bay - heimsins stærsti Bittorrenttracker skora á þig að :
* Kaupa engar DVD myndir, ekki leygja myndir og ekki fara í bíó *
Saman höfum við yfir 1 milljón sænska skráardeili notendur á bakvið okkur og yfir 120 000 gestir hafa heimsótt bojkott.nu bara á fáum dögum. (ath. svíar eru 9 milljónir og u.þ.b. 1 milljón af þeim eru skráardeili notendur, ótrúlegt en satt)
Að eltast við sænska skráardeili notendur lítur út fyrir að verða stórt bakslag fyrir fjármögnunaraðila Antipiratbyrån (samtök sem berjast gegn dreifingu á netinu).
Okkur finnst þetta mjög náttúruleg skref hjá okkur, því með því að kaupa kvikmyndir borgum við fyrir veiðarnar á okkur sjálfum.
Iðnaðurinn hefur neitað að hlusta á okkur hingað til, en geta þeir horft fram hjá þessu?
Við viljum betri þjónustu, en ekki að þurfa að bíða í fleiri mánuði eftir, að geta notið kvikmyndar heima og þá fyrir fáranlega há verð.
Að forgangsraða heimhlutum og neyða okkur til að sjá kvikmyndir í bíóhúsum innanum öskrandi börn, klíkur kastandi poppkorni og án nokkurs einkalífs, er gamaldags.

Velkomin til kvikmyndabransa nýs tíma, fattið þið?



Já, það má nú segja mikið um þetta.
Eins og margir huganotendur vita þá var verið að reyna að gera nákvæmlega sama hlut hér á landi eftir að lögreglan gerði húsleit hjá nokkrum aðilum , nema hvað það var í miklu minna mæli.
Ég mana ykkur hugara til að taka þátt hérna í umræðum, sem að mögulega munu koma og að fólk rökstyðji mál sitt, en veri ekki með eintóma þrjósku.


Ef að fólk vill kynna sér þetta mál nánar þá eru nokkrir linkar hérna á þetta.

http://www.bojkott.nu/ ( aðalsíðan, texstinn er þýddur þaðan ) *SÆNSK*
http://bojkott.com/ ( heimasíða Piratbyrån um þetta mál ) *SÆNSK*
http://www.piratbyran.org/ (aðalsíða Piratbyrån) *SÆNSK*
www.antipiratbyran.?? ( Síðan þeirra var tekin niður fyrir stuttu eftir að hafa verið undir stanslausum árásum hackara, nánar um það hér http://www.idg.se/ArticlePages/200503/07/20050307143936_IW/20050307143936_IW.dbp.asp) *SÆNSK*

Ég fyrirgef fyrir að allar þessar síður eru á sænsku en ég gat ekki fundið enska síðu um þetta mál.
Ég er búsettur í útlöndum (Svíþjóð) þannig að vinsamlegast fyrirgefið stafsetningarvillur.