Jæja góðan daginn hugverjar,, ég hef kíkt stundum hérna og lesið greinar og svör og þá aðallega um trúmál og blöskrar alltaf jafn mikið hvað margir eru að gagnrýna það sem þeir vita bara ekkert um.
Tala um biblíuna rétt eins og fólk kunni hana utan af og kíki í hana reglulega til að minna sig á hvað fólk er vitlaust að trúa á þetta, þegar ég þykist vita að flest okkar hafa lítið sem ekkert lesið bókina nema þau strangtrúuðu og þau eru ekki einu sinni viss um allt í þessu safni rita sem reynir að skilgreina úr hverju heimurinn er og hvernig eigi að hegða sér í kringum annað fólk. Og já að Guð almáttugur hafi staðið fyrir þessu öllu saman.
Skilgreiningar frá vísindamönnum teknar úr blöðum og bókum sem sanna hvernig heimurinn er
í raun og veru að þetta sé svona og svona svart á hvítu. En vísindamenn eru ekki bara vísindamenn
þeim er hægt að skipta niður í marga flokka og í raun er ekki nema örfá prósenta sem er eitthvað
pæla í upprunna og úr hverju við erum og eru kenningar þeira jafn margar ef ekki fleiri og trúarbrögðin sem reyna það sama.
Svo rífumst við hinn fram og til baka “Guð er til” “guð er ekki til” “vísindahyggja er málið” og ekkert nema gott að segja um það bara cool að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri og reyna rökræða þær, koma vitinu fyrir hinum.
Það sem ég er að reyna koma fram með og er mín skoðun er að við getum ekki vitað hvort guð er til eða ekki og í rauninni er ekki það sem við erum að rökræða um heldur hvort trúarbrögð séu rétt eða röng, hafi í raun einhvern tilverurétt yfir höfuð þegar vísindin hafa “sannað” að það sem stendur í þessum trúarritum er bara bull, ekki satt, tala ekki um allar þær misþyrmingar sem sanntrúaðir hafa framkvæmt í nafni rúarinnar í gegnum árin og eru enn að.
Já segi ég því mér finnst þrátt fyrir allt að það sé boðskapurinn sem lifir áfram hjá svona
meðal skynsömu fólki allvega, fólki sem veit að að bíblían og fleiri rit voru skrifuð fyrir mörg
hundruð árum af mörg hundurð mönnum og ekki alltaf í góðum tilgangi, og voru í raun dómskerfi
þess tíma líka því lög guðs voru lög manna, reyndar skrifuð af mönnum, og þá þótti líka alveg sjálfsagt að höggva hendur af þjófum og grýta fólk til dauða fyrir hina og þessa gæpi.
Það er alls ekki langt síðan við íslendingar vorum að dæma fólk til dauða fyrir það eitt að borða hrossakjöt og ekki er réttarkerfið í dag fullkomið heldur með sína léttu eða þungu dóma yfir fólki sem hefur brotið gegn siðferðisvitund okkar tíma.
Vísindi eða vísindamenn hafa heldur ekki alltaf haft rétt fyrir sér í gegnum tíðina, hafa haldið fram hinu fáranlegasta, sem dæmi þá fullyrti ágætur maður og mikilsmetin af sínum samtíma mönnum að ef mannskepnan færi hraðar en 35 k.meta á klst. þá mundi hún springa útaf þrýstingi.
Þetta var fyrir rétt hundrað árum, en þá vorum við líka búin að finna allt upp sem hægt var að finna upp. ;)
Efni er orka var svo sannað með kjarnorkunni og við flýtum okkur auðvitað að sprengja upp milljónir manna. Í dag erum við komin með dagblöðin, sjónvarpið og þetta frábæra net sem tengir alla saman, en það er til fólk sem misnotar þetta, allslags áróður fyrir hinu og þessu, líf fólks lagt í rúst með skrifum og myndum.
Þið þekkið örugglega eða vitið af einhverjum sem hefur verið lagður í einelti með smsum eða jafnvel sýndur nakin á myndum út um allan heim með hjálp netsins.
Á kannski að banna netið eða sms eða sjónvarpið því rétt eins og trúarbrögð er hægt að mistúlka og misnota.
Hvað er rétt og rangt hmm, kannski er bara ekkert rétt eða rangt er það ekki, ég reyni allvega að fara eftir því sem mitt innsæi segir mér hverju sinni og leyfi öðrum að gera hið sama, því það sem er rétt í dag getur verið rangt á morgun.
Það breytir því ekki samt að mörgum finnst trúarbrögðum þröngvað upp á fólk með kennslu í
skólum og taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í þjóðkirkjunni og slíkt, en minnihlutahópum
mun alltaf finnast það vera kúað því það er fjöldin sem ræður.
Ég veit að hvað mig varðar þá vildi ég ekki skipta á jólum og páskum og slíkum trúarlegum
hátíðum fyrir vísindalegarétt almanak sama hvort ástæðan er fyrir jólapakka, súkkulaðiegg eða trú
því þær skipta upp árinu og láta mér líða vel og langa til að láta gott af mér leiða,,
er það ekki það sem skiptir máli.
x skjús mæ spelling ;)