Sælir hugarar!
Ég var að velta því fyrir mér hvort það hafi verið rétt ákvörðun að láta Bobby Fischer fá ríkisborgararétt.

Ég tel þetta ekki góða leið til að halda hernum hérna á Íslandi eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa verið að berjast fyrir. Eftir því sem mér skilst þá eru Bandaríkjamenn mjög vonsviknir með Íslendinga og kröfðust þess (jafnvel eftir leyfi Japana) að fá Fishcer framseldan.

Ég get reyndar ekki skilið hvernig maðurinn var að brjóta viðskiptabann með því að tefla þessa skák.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti þessum manni þá held ég að það verði ekert nema fjaðrafok í kringum hann. Hann var gagnrýninn þegar hann var Bandaríkjamaður. Ég held að embættismenn hafi bara óttast hann og reynt að fá hann í steininn á þeim forsendum að hann hafi brotið viðskiptabann, því Bandaríkin eru sögð “frjáls”, en túlki það hver fyrir sig. Jæja nóg um það.

Ég er ósáttur við Ríkisstjórn Íslands vegna afgreiðslu þessa máls. Ég man ekki eftir neinu fyrir utan þessa skák hérna á Íslandi, sem bendir til þess að hann bindist einhverjum sérstökum böndum við landið, og því ætti hann ekki að fá einhverja sérstaka málsmeðferð. Væri ekki betra ef Alþingi væri nú búið að afgreiða nokkur mál, í stað þess að sóa tímanum í svona lagað? Þetta er einn maður, common!

Ég er reyndar mjög sáttur að því leytinu til að við erum að stríða Bandaríkjamönnum svolítið, en það hefur alveg sannað sig að við getum það alveg!
Lítum t.d. á Þorskastríðið. Reyndar var Bretunum bannað að beita vopnum en þá stóðu þeir samt töluvert framan en við varðandi tækjabúnað, manafl og þess háttar. Við unnum samt og það sýnir bara hversu sterk við getum verið með samstöðu.
Mér finnst það reyndar bráðfyndið að Bandaríkjamenn geta ekkert gert í þessu, því að þetta er fullkomnlega löglegt! Þeir geta bara vonað að við sleikjum á þeim rassgatið eins og þeir ætlast til, því þeir þurfa að ráða öllu.

Mér finnst þetta Bobby Fischer mál eiginleg stórskemmtilegt, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingar storka við heimsveldi til að fá snargeðveikan skáksnilling í landið =)