Það vita sjálfsagt flestir hér að Íslendingar eru að reyna allt sem þeir geta í að flytja Bobby Fischer hingað frá fangelsi í Japan.
Ég viðurkenni að ég hef ekki kynnt mér þetta mál mjög vel, en ég held að það þurfi ekki mikið að vita til að geta pælt í því sem ég er að pæla í, sem er: hvað í ósköpunum ætlar maðurinn að gera hér á Íslandi?
Hvar ætlar hann að vinna, hvar ætlar hann að búa o.s.frv.?

Ég veit engan veginn svarið við þessu þótt ég hafi verið að íhuga þetta. Getur maðurinn eitthvað gert hérna? Á hann eftir að endast eitthvað hér?
Þetta er örugglega skárra en Japanskt fangelsi, ég efast ekki um það, en svo að ég viti kann maðurinn ekkert annað en að spila skák, utan við að hann kann ekki stakt orð í íslensku og er alveg kolruglaður greyið.
Er hann að fara úr öskunni í eldinn?
Ég væri alveg til í að sjá ykkar álit og hvað þið teljið að hann geti gert.

Og svo rétt í lokin vil ég biðjast afsökunar á að þessi grein er ekki allt of vel skrifuð þar sem ég er ekki mjög góður penni, er bara að reyna að koma smá umræðu af stað.

Takk fyri
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.