Ísland eftir 100 ár “Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.”

Þannig hljóðar hin heilaga ritning. Verða jól haldin hátíðleg eftir 100 ár ? Ef svo hvernig ? Þessu verður reynt að svara í þessari ritgerð.

Verða jól haldin hátíðleg að öld liðinni ? Í hundruðir ára hafa jól verið haldin hátíðleg á íslenskri grundu. Vegna þess hve jólahald hefur skotið djúpum rótum meðal Íslendinga þá er mjög ólíklegt að sá siður leggist af á næstu hundrað árum.

Hvað mun fólk borða á jólunum að öld liðinni ? Matur er stór þáttur í hefðbundnu íslensku jólahaldi. Áður tíðkaðist að neyta hangikjöts á jólum en nú hefur hamborgarhryggur og jafnvel kalkúnn rutt sér til rúms á borðum Íslendinga, þó er það nú ekki svo að hangikjöts sé ekki neytt á fjölmörgum heimilum á bæði aðfangadag og jóladag. Annað kjöt svo sem af fösunum, hreindýrum og öndum, prýðir fleiri borð Íslendinga á hátíðardögum en áður tíðkaðist. Það má því ætla að sú þróun haldi áfram og að jafnvel enn nýstárlegri réttir komist á jólamatseðil Íslendinga á komandi árum.

Munu jólin ganga útá sömu neysluhyggjuna þá eins og í dag ? Jólin verða sama afsökunin fyrir að spúa í sig þar til gerðum jólamat of jafnvel heimatilbúnum ís ef guð leyfir. En það þýðir ekki að það sé ekki gott, þar að segja að fullnægja líkamlegum fýsnum sýnum. Svo finnum við til gjafir til að gleðja hjörtu ástvina okkar. Sú hefð er vel í anda hins geigvænlega mataráts og sjónvarpsgláps sem er óneitanlega partur af jólunum í hjarta þeirra sem á meðal annars voru alinn upp við barnatímann. Af klassísku jólasjónvarpsefni má nefna kryddsíldina og vesalingana að ógleymdum Ólíver Tvist.

Munu jólasveinarnir ennþá vera góðir ? Höfundi finnst slæmt að það hafi farið eins fyrir dýrunum og jólasveinunum. Menn hættu að líta á dýrin sem mat og eitthvað til að klæða sig í og þau voru persónugerð upp að mannlegu marki og það var kennt að gera “aaa” við þau. Sem er fáránlegt því fá dýr kunna að meta slíkt og það er sambærilegt við að gefa ketti peninga. Það á að gera “aaa” við fólk, allavega þá sem kunna að meta það. Höfundur vonar að jólasveinarnir taki upp sýna gömlu siði enda er mun skemmtilegra að segja útlendingum frá jólasveininum sem kemur og skellir hurðum eða þeim sem stelur kertum.

Jafnvel þótt að miklar tækni framfarir muni eiga sér stað á næstu hundrað árum þá þykir mér líklegast að jólahald muni ekki breytast í megin atriðum. Þó að birtingar form hina ýmsu hefða verði kannski frábrugðið. Til dæmis væri hægt að taka upp þann sið að dansa í kringum uppáklædda tölvu. Aðrir siðir sem ég tel ekki eins líklega til að breytast væru til að mynda sá siður að senda jólakort. Þar sem að skrifa kort er mun persónulegri tjáningarmáti en tölvupóstsendingar og samtal í síma. Þessi siður er þá dæmi um sið sem myndi frekar leggjast af heldur en að breytast. Aðrir siðir gætu náttúrulega skotið rótum, höfundur kýs að geta sér ekki til um þá frekar. Mun það verða partur af jólastemningunni að heyra til blótsyrða sveittra ungmenna sem eru að lana ?


Kær kveðja
Kikyou