Fyrir par dögum las ég um iranskan barnamorðingja sem var tekin af lífi. Hann játaði að haf myrt og nauðgað amk. 21 börn. Fyrir þennan ófögnuð var hann leiddur fyrir almenning, húðstrýktur 100 sinnum, stungin í bakið af bróðir eins fórnarlambsins, og hengdur með nælonspotta upp í byggingakrana. Móðir fórnarlambs fékk að herða snöruna um hálsinn. Meðan hann dó öskraði skríllinn “drepum hann aftur!”

Svona frétt vekur hjá mér blendnar tilfiningar. Eiga svona fýrar betra skilið? Það kom einnig fram að hann var sjálfur misnotaður í bernsku. Hvaða siðmentaða þjóð fullnægir slíka refsidóma með svona virkri þáttöku almenings?

Degi seinna las ég um Patterson málið í USA. Þar lagði fólk á sig að fjölmenna til að hlusta á uppkvaðningu dauðadóms og fagnaði ógurlega. Nú liggur fyrir honum að bíða í 10-20 ár lokaður í smáklefa þar til hann er sprautaður niður. Fyrir utan fangelsið er að jafnaði nokkuð hundruð manns að fagna dauðanum.

Einnig las ég um aftöku í USA þar sem sakborningurinn hélt fram sakleysi sínu í dauðann. Nýleg “heilasannleiksskönnun” benti til að hann sagði satt, en þessi aðferð er enn ekki viðurkennd. Er svona á svipuðu plani og DNA fyrir 10 árum…

Af tvennu íllu held ég að Iranir hafi vinninginn. Frá handdtöku að fullnustu dóms liðu um 6 mánuðir. Í USA nokkur ár. Í Iran tóku aðstandendur fórnarlambana þátt í fullnustu refsingar. Í USA er þetta svona “sótthreinsað”.

Jafnvel athöfnin sjálf; aftakan, tekur nokkra tíma í USA. Færður í biðklefa dauðans, leiddur í aftökusalinn og ólaður niður, dómur upplesinn og allt þetta. Þegar Bretar voru enn að þessari vitleysu sögðust fangelsisyfirvöld geta tekið mann af lífi á innan við 20 sekúndum frá því að hann var sóttur í klefann.

Mín niðurstaða er að mannlegt eðli er í raun það sama allstaðar í heiminum. Þótt maður hneykslist yfir Irönum og þeirra réttlæti þá virðist þetta ekkert mannúðlegra í USA. Og að hugsa sér að báðar þjóðir hafi kjarnorku…