Það kemur mér stundum á óvart hvað fólk kann sig ekki, en nú í kvöld átti ég hreinlega ekki til orð yfir það hvað sumt fólk er hreint út sagt barnalegt.

Ég hef aldrei stundað að fara inná Barnaland.is, enda engin ástæða til þess, en mér var nú í kvöld bent á að fara inná þá síðu þar sem einhver kona ákvað að dæma saklausan mann um að vera smörsýru-raðnauðgari.

Mér var bent á að kíkja á þetta þar sem ég þekki manninn og veit sjálf að hann myndi ekki gera flugu mein. En hvað er það sem fær fólk til þess að skrifa svona um aðra?

Viðkomandi kona var búin að dæma hann sekan, nafgreina og gefa upp heimilisfangið hans án nokkurra frekari sannana en: vinkona vinkonu hennar hafði sagt einhverjum þetta einhvern tíma.

Nú er búið að taka umræðuna út af Barnaland.is og ég vil þakka vefstjórunum þar fyrir skjót viðbrögð.

Fyrir mjög stuttu síðan var auglýsing á forsíðu huga frá barnavernd.is, sem átti að höfða til krakka um að skrifa ekki nýð um aðra krakka á netinu. Mér datt aldrei í hug að þetta þyrfti greinilega að höfða til fullorðins fólks líka.

Hefur fólk of mikinn tíma á milli handanna? Er fullorðið fólk ekki þroskaðara en þetta?