3. Eins og við vitum er fasteignaverð rokið úr öllu valdi og á hugsanlega eftir að rjúka hærra. Ég skal sjálfur vera fyrstur til að viðurkenna að ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en persónulega vill ég kenna framsókn um.
Ekki gera of mikið úr þessum orðum mínum. Vissulega var eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hærra framboðið. (Sem af einhverjum furðulegum ástæðum tengist plássleysi, í landi sem er að mestu óbyggt, en tja, pláss í miðbæ kæmi með því að henda burt einu stykki drasl flugvelli). Eins og við öll vitum þá þýðir meiri eftirspurn en framboð hækkandi verð.

En svona hátt? Það er framsókn og íbúðalánasjóðskosningaloforðum þeirra að kenna. Muniði eftir 90% lánahugmynd þeirra, já, hún þröngvaði bankanna til að veita 100%lán á betri vöxtum til að tryggja það að þeir gætu ennþá haft fasteignalán. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hafa 90 eða 100 prósent lán. En þegar ríkið beinlínis kemur af stað óeðlilegri samkeppni með brölti sínu í viðskiptalífinu þá er eitthvað að.
Ef markaðurinn hefði fengið að ráða hefði haldist meira jafnvægi í íbúðaverði.

Svo kennið framsókn um ef ykkur líkar ekki verðið sem húsnæði kostar ykkur.

4.Tónlistarhús. Á sínum tíma tók framtakssamt fólk sig til og aflaði penings til að byggja kirkju. Ekki það að kirkjur séu oft byggðar fyrir safnaðarfé, enn þessi kirkja, Hallgrímskirkjan var reist yfir 20 ára tímabil sökum mikillar þrautseigju. Glæsilegt hús sem setur stíl yfir borgina, en…að vísu er turninn því miður beinn en ekki skakku eins og í dómkirkjum Evrópu. (Sem veldur því að hann gnæfir yfir mann og virðist halla ef maður stendur alveg upp við hann).
Nú sting ég upp á að fólk safni pening, leggi í sjóð, sjálfur vil ég leggja í púkk. Við söfnum okkur fyrir tónlistarhúsi sjálf. Hversvegna?

Afþví að hvorki ríkið né borgin eiga eftir að koma sér að verki á skikkanlegum tíma. Og að auki, ímyndið ykkur bara hversu ljót bygging þetta gæti orðið ef R-listinn fengi að stýra framkvæmdum. (eða sjálfsstæðismenn).

Hell NO! Fáum Jón Ásgeir og Björgólf frekar í að hjálpa til við fjármögnun og kjósum svo um hönnun í beinum kosningum. Það væri allaveganna það sem ég væri til í.

Fabilius kveður.