Ég var að lesa Fréttablaðið eða Dagblaðið og sá þar frétt sem hefur verið reyndar í fleiri blöðum og fjölmiðlum. “Breiðholtsdrengur særist í Írak”. Einhver strákur sem á Amerískan pabba, en bjó hér til 21 árs aldurs og flutti þá út til Bandaríkjanna, giftist og gekk í herinn, hafi særst í sprengingu. Hann missti sjón á öðru auga og fékk sprengjubrot undir hnéskelina sem skar sundur taugar þar. Mikill uppblástur fjölmiðla af þessu máli er að mínu mati kjánalegur. Þessi strákur var víst líka í K0sovo og í Bosníu á vegum hersins. Fyrirsögn í blaðinu var eitthvða á þessa leið. “Dauðhrædd mamma og systir vilja fá hann heim”.

Þetta er það sem mér finnst undarlegt…Hann fer að fúsum og frjálsum vilja í herinn, hann gerir eins og forfeður okkar, drepur mann og annann. Svo sæirst hann eftir einhver 5 ár í hernum og allt verður vitlaust. Þessi maður gekk sjálfviljugur í herinn, og í hernum berjast menn og þeir drepa, örkumla og drepast og örkumlast þeir sjálfir. Fyrir utan andlegan skaða sem þeir valda fórnarlömbum sínum og þeirra fjölskyldum ásamt sínum eigin fjölskyldum að ógleymdum þeim sjálfum. Hvað eru blöðin að velta sér uppúr þessu. Maðurinn velur þetta sjálfur. Það þýðir ekki að fara til Írak og drepa meira en 100.000 saklausa borgara og væla svo þegar maður lendir í einhverju sjálfur. Hversu marga hefur þessi saklausi Breiðholtsdrengur drepið eða örkumlað? Og það í nafni frelsis, lýðræðis og meira að segja í okkar nafni. Mér finnst að fjölmiðlar ættu að skammast sín fyrir að halda þessu á lofti. Þumalputtaregla; Menn drepa og drepast í hernum.

Kveðja, Chosan