Mikið hefur verið rætt um að engin samkeppni sé á milli olíufélaganna en ég spyr á móti: Hvað með GSM-fyrirtækin?

Það virðast allir sætta sig við það gríðarlega okur sem GSM-notendur búa við. Er það eðlilegt að mínútan í GSM-sambandi kosti allt að 20 sinnum meira en mínútan í sambandi milli heimasíma? Varla er viðhaldið á GSM-sendum svona miklu kostnaðarsamara en viðgerðir á línum? Og hvað með notendafjöldann? Nær hver einasti maður yfir fermingaraldri er GSM-notandi á meðan heimasímar eru jú - einn á hverju heimili.

En hvernig geta símafyrirtækin þá komist upp með þetta? Auðvitað vegna þess að það er enginn sem mótmælir! Fólk er orðið svo hátt símunum sínum að það treystir sér ekki til að hætta að nota þá sinn bara vegna þess að það er dýrt að tala í þá - þeir eru svo hentugir, ekki satt? Mikil eftirspurn - hærra verð.

Ég er engin undantekning á þessum hópi fólks. Ég á ennþá minn síma (þótt yfirleitt eigi ég enga inneign vegna Ófrelsis) og treysti á notkun hans eins og hver annar. Það er samt sorglegt að fyrirtæki geti nýtt sér þetta til að láta mann borga himinháar upphæðir fyrir þjónustu sem gæti skilað gróða þótt hún væri seld á mun lægra verði.

Calliope

P.S. Ég var að heyra um talsverða lækkun á GSM-símtölum hjá Símanum GSM, að vísu bara á milli tveggja ákveðinna símanúmera að ég held en samt glaðlegt.