Þetta fjallar ekki beint um allsherjarþingið sem slíkt heldur frekar um hvað hefur gengið á inn á því.

1.desember 1999 lagði Malasía sem þá hafði sæti í öryggisráðinu fram tillögu.

http://www.mint.gov.my/policy/nuc_disarm/unga54_54Q.htm

Hana má lesa á þessari netsíðu. Í stuttu máli þá segir í henni að þar sem kjarnorkuvopn séu ógn gagnvart mannkyninu beri að leggja þau niður. Malasía lagði til að hætt yrði:

Þróun kjarnorkuvopna
Frekari framleiðslu
og að lokum eyðingu á þeim. (Ekki var tekið fram nákvæmlega hvenær eða hvernig hún færi fram).

Jæja hvaða þjóðir kusu gegn þessu:

Albanía, Andorra, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Grikkland, Holland, ÍSLAND, Ísrael, Ítalía, Litháen, Lúxemborg, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Tyrkland og Þýskaland.

Meirihluti þessara eru staðfastar þjóðir, eins og Danmörk, Ísland, Eistland eða stórtækir vopnaframleiðendur á borð við Frakka og Þjóðverja. Og já, allir meðlimir í Nato, að undanskildu Rússlandi. Þær austurevrópuþjóðir inn á listanum sem ekki eru í Nato eru líklega allar á leiðinni inn í Nato á næstu árum.

Já fullt af löndum voru það. En bíddu nú við. Hverjir studdu tillöguna:

Algeria, Angola, Antigua and Barbuda, Argentina, Bahamas, Bahrain, Bangladesh, Barbados, Belize, Benin, Bhutan, Bolivia, Botswana, Brazil, Brunei Darussalam, Burkina Faso, Cambodia, Cameroon, Cape Verde, Chad, Chile, China, Colombia, Congo, Costa Rica, Côte d'Ivoire, Cuba, Democratic People's Republic of Korea, Djibouti, Dominica, Dominican Republic, Ecuador, Egypt, El Salvador, Equatorial Guinea, Eritrea, Ethiopia, Fiji, Ghana, Grenada, Guatemala, Guinea, Guinea-Bissau, Guyana, Haiti, Honduras, India, Indonesia, Iran (Islamic Republic of), Ireland, Jamaica, Jordan, Kenya, Kuwait, Lao People's Democratic Republic, Lebanon, Libyan Arab Jamahiriya, Madagascar, Malaysia, Maldives, Mali, Malta, Marshall Islands, Mauritius, Mexico, Mongolia, Morocco, Mozambique, Myanmar, Namibia, Nepal, New Zealand, Nicaragua, Nigeria, Oman, Pakistan, Panama, Papua New Guinea, Paraguay, Peru, Philippines, Qatar, Saint Kitts and Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent and the Grenadines, Samoa, San Marino, Saudi Arabia, Senegal, Seychelles, Sierra Leone, Singapore, Solomon Islands, South Africa, Sri Lanka, Sudan, Suriname, Swaziland, Sweden, Syrian Arab Republic, Thailand, Togo, Trinidad and Tobago, Tunisia, Uganda, Ukraine, United Arab Emirates, United Republic of Tanzania, Uruguay, Venezuela, Viet Nam, Yemen, Zambia, Zimbabwe.

Best að benda á það að:
Japan og Suðurkórea sem eru undan stöðugri ógn gagnvart N-Kóreu, studdu tillöguna. Furðulegt að þeir sem mest þurfa að óttast kjarnorkuárás séu þeir sem minnst vilji nota þau.
Það sýnir kannski helst að þeim skortir hvað mesta hræsni. Þeir skilja að ef ein þjóð ætti að losa sig við kjarnorkuvopn þá ætti hin líka að gera það. Japanir eru líka eina þjóðin sem nokkurn tímann hefur orðið fyrir kjarnorkuárás svo þeir skilja hvaða afleiðingar slíkt hefur.
Til hvers að hafa vopn sem á ekki að nota?
Til hvers? Erum við ekki bara að bíða eftir slysi? Í rússlandi er t.d. afar bágborin öryggisgæsla nálægt þeim og öryggisverðirnir eru svo lágtlaunaðir að þeir þurfa aukastarf. (Hmmm…hverjum myndi ég múta ef ég væri hryðjuverkamaður).

En Japanir geta þakkað þjóðum með herskáa utanríkisstefnu. Þjóðum eins og Ísland að kjarnorkuvopn eru enn til reiðu, tilbúin til atlögu.
Íslensk yfirvöld styðja áframhaldandi vörslu, framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna. Sömu Íslensku stjórnvöldin og nú eru að bjóða sig fram til setu í öryggisráðinu.
(Sennilega svo BNA þurfi ekki alltaf að vera eina þjóðin til að beita neitunarvaldi í málefnum Ísraels).

Takið eftir að þetta var þegar “miðjumaðurinn” Halldór Ásgrímsson var með utanríkisráðuneytið. Mig hryllir við hverju Ísland á eftir að kjósa gegn á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna nú þegar Davíð Oddson er utanríkisráðherra.