Seint ætla þeir að læra, þeir í mið-austurlöndum. Þeir eru búnir að hjakkast í sama farinu síðan Gyðingar snéru aftur til sín heima í lok seinni heimstyrjaldar. Þeir halda áfram að drepa hvorn annan, en ættu í raun að vera búnir að sjá að það skilar litlum árangri.

En hvorir hafa réttinn? Fyrst hrökktu arabar Ísraela á braut sem snéru síðan aftur undir verndarvæng sigurvegara seinna stríðsins. Það má segja að Ísraelar hafi fornan rétt á þessu landi, en kannski ekki rétt á að stækka við sig lanrými einsog gerst hefur síðustu áratugina. Því skal ekki gleyma að byrjunin á þessu hófst er arabar sameinuðust og hófu árásir á Ísrael frá landamærum sínum þar á meðal frá Gólanhæðum. Svarið var að þær voru hernumdar. Svipað væri ef Esjan tilheyrði Kjalnesingum sem væru ekki par-hrifnir af nágrönnum sínum Reykvíkingum, og hæfu þaðan fallbyssu skothríð einn góðan veðurdag. Reykvíkingar myndu auðvitað ráðast á móti og hernema fjallið svo að sagan myndi ekki endurtaka sig. Auðvitað hefur fólk alltaf tilheygingu til að halda með þeim er minna meiga sín, sem eru Palstínumenn í þessu tilfelli. En það er ekki alltaf rökrétt. Kannski sætt en ekki rökrétt. Í palestínu eru nokkrir öfgamenn sem æsa hina upp. Þeir senda börn sín til að taka þátt í óeirðum, skrýtnir foreldrar það. Þeir fremja hryðjuverk vitandi það að Ísrelar munu svara á þann eina hátt er þeir geta, með hefndarárás. Sem oft endar með því að saklausir láta lífið. Og eru þá öfga arabarnir komnir með fleiri óánægða araba í lið með sér. Þeim er semsagt að takast það sem þeir ætluðu sér. Egna þessa nágranna saman. Þetta bitnar auðvitað mest á þeim sjálfum, því óhemju margir Palestínumenn sækja vinnu sína yfir til Írael. Hugsunarháttur araba og ísrelamanna er gjörólíkur. Ísrelar byggja þjóðfélag sitt á vestrænum viðmiðum, á meðan arabar byggja sitt á boðorðum öfgatúlkaðara trúarrits. Ég hef einu sinni farið til saudi arabíu, sem var í sjálfu sér merkileg reynsla sem ég fer ekki nánar útí hér en þó er eitt skrýtið sem ég ætla að segja frá. Er við lentum fórum við í gegnum vegabréfaskoðun sem eðlilegt er. Arabinn tók á móti vegabréfi mínu og tóka að rýna í það einsog hann treysti mér ekki hænufet. Ég var síðan tekinn afsíðis og spurður skrýtinna spurninga. Loks tóku þeir íslenska vegabréfið mitt og krotuðu yfir skjaldamerki Íslands sem er strax á fyrstu síðunni. Sennilega vegna krossins sem er í fánanum, þó er ég ekki viss. Ég spurði ekki neitt, bara feginn að sleppa svona vel….