Mér þykir umræðan fremur leiðinleg inn á núverandi toppgrein í heitum umræðum. Á köflum er þetta bara skítkast á milli trúaðra og trúleysingja. Margt gáfulegt kom fram í þessum umræðum sem og margt heimskulegt. En það sem var fyrst og fremst áberandi var það að bæði trúleysingjar og trúaðir virtust almennt líta niður á sitthvorn hópinn.

Sumir trúleysingjar (nefni engin nöfn) virtust líta svo á að það að vera trúaður sé bara það sama og að vera vitlaus og þröngsýnn.
Sumir þeirra trúuðu virtust gera hið ýtrasta í því að vera vitlausir og þröngsýnir.

Takið eftir sumir í báðu.

Það eru margir kostir við það að vera trúleysingji, og það eru margir kostir við það að vera trúaður. Það er bara verst að þú getur ekki verið bæði.
Mér persónulega leiðist bókstafstrú, jafnt á sviði vísinda sem og trúar, og því miður virðast vera þokkalega margir sem eru bókstafstrúa í báðum fylkingum.

Undirritaður er trúlaus áhugamaður um trúmál. Ég sting upp á því að fólk hætti almennt heimskulegum umræðum um grundvallarskoðanir sem ekki munu breytast hjá viðmælendum sama hvaða rök hvor þeirra kemur með. Aftur á móti endilega haldið áfram að koma með gáfuleg svör þar sem virðing er borin fyrir viðmælendanum.

Og fáum þetta á hreint:

Ef tilvist guðs væri sönnuð þá væri ekki hægt að trúa á guð. Þú myndir bara vita það fyrir víst. Að trúa er að vera sannfærður um eitthvað án þess að geta verið viss um það. En augljóslega er trúað fólk sannfært um að það hafi fengið sönnun svo þetta getur orðið ruglingslegt.

Og, það er ekkert að því að vera trúleysingji og þú ert ekkert verri manneskja fyrir vikið. Það vill svo til að margir trúaðir hafa gert hræðilega hluti.

…bara að benda á það.