(ekki gagnrýni á BessaB, sem mér finnst standa sig mjög vel í að stýra þessu áhugamáli og þrátt fyrir að ég hafi stundum verið ósammála honum þá er hann alltaf samkvæmur sjálfum sér).

Það er eitthvað skrítið á seyði. Greinilega er Árni Johnsen orðið bannorð hér á Huga. Um daginn skrifaði ég grein sem ég sendi inn á Deigluna, Xavier samþykkti hana:

Titill: Árni Johnsen í Írak.
Þar fjallaði ég um að enginn vissi hvað 550 milljónir hefðu farið í, í Írak og var greinin byggð á frétt úr morgunblaðinu. Ég talaði um það að þetta lyti nánast út eins og að Alfreð Þorsteinsson og R-listinn hefðu séð um uppbyggingu í Írak. Til að halda áfram með svona hnyttni sagði ég að kannski væri Árni Johnsen sjálfur á staðnum, hugsanlega að redda fé fyrir jarðgöng. Svo kallaði ég greinina Árni Johnsen í Írak af því að ég vissi að svona titill myndi draga að sér mikla athygli og fólk myndi tékka á greininni og lesa hana.

En… Stuttu eftir að hún var samþykkt, var lokað á hana og henni eytt áður en eitt einasta svar kom. Ég sendi Xavier skilaboð:

Blessaður.

Heyrðu rétt áðan þá samþykktirðu grein með mér:

Árni Johnsen í Írak. ég tékkaði á henni, engin búin að svara og fór yfir á baggalut. Svo þegar ég kom aftur inn á huga var hún horfin út af Deiglunni.

Er hún líka horfin hjá þér? Er þetta einhver bilun?

Xavier svaraði:

Já sá undarlegi atburður átti sér stað að ég hafnaði greininni með skýringu. Síðan sá ég hana á deiglunni og læsti henni (enginn getur svarað henni) og bað vefstjóra um að eyða henni, enda hafði ég samþykkt hana fyrir mistök.
Greinin var góð en nóg er komið af Árna Johnsen. Slepptu honum í fyrirsögninni og hún fæst samþykkt.
Kveðja,
Xavier

Ég Fabilius svaraði:

Okei, okei, ég get svo sem sleppt Árna Johnsen í fyrirsögninni, enda tengist þetta honum auðvitað ekki neitt, en nú er svo komið að ég hef ekki greinina…

Xavier:

Leitt að heyra að greinin sé glötuð :/

Þar höfum við það. Stuttu seinna er ég að skoða kannanir, þá sé ég skyndilega könnunina hefur þú fyrirgefið Árna Johnsen? Ég var forvitin um hverjar niðurstöðurnar voru og sá að ekki einn einasti hafði svarað könnuninni. Hún hafði verið inn á í 10.mínútur áður en næstu könnun var hent inn.

Hvað er málið? Afhverju má ekki tékka á í könnunum hvað fólki finnst, hver veit, kannski hefði Árni Johnsen komið vel út úr þessi. Ég get allaveganna sagt hvað mig varðar, að ég hef fyrirgefið honum. En afhverju mátti ekki spyrja.

Það sem kannski hefur hvað oftast farið í taugarnar á mér hvað varðar Árna Johnsen og stuðningsmenn hans, er eftirfarandi. Árni Johnsen sér ekki neitt rangt í því sem hann gerði, eða í því að taka pening út á kostnað ríkisins, og það gera stuðningsmenn hans heldur ekki.
En mig grunar þó að Xavier hefði leyft greinina hefði hún heitið R-listinn í Írak.