Fyrirgefðiði allir sem að hafa gagnrýnt mig fyrir að gagnrýna Bandaríkin en ég verð!!
Ég er bara að pæla hvort að þetta sé virkilega þannig í Bandaríkjunum eins og það virðist vera í bíómyndunum eða hvort að þetta sé einfaldlega bara í bíómyndum.
Þá er ég að tala um í skólunum!!
Það virðist eins og fólk er vinsælt ef það er fallegt og æfir amerískann fótbolta. Stelpurnar eru þá vinsælar ef þær eru klappstýrur og fallegar. Svo er eins og fólk er óvinsælt og hatað af vinsæla fólkinu ef það er gáfað og duglegt í skólanum. Dæmi er úr einum Simpsons þætti þar sem að fjölskyldan kom í annan bæ þar sem einginn vissi hver þau eru og Lisa fór til fólks sem að þótti mjög “cool” og hún laug að því hver hún var. Svo þegar fólkið fór að uppgötva að hún vissi mikið í sinn haus, spurðu þau “hvað lærðiru þetta?, í skólanum eða?” og hún svaraði “nei, hvað helduru? ég lærði þetta í Baywatch”!!
Þýðir það semsagt að sama hvort fólk sé skemmtilegt að þá má það ekki vera með vinsæla fólkinu því það er duglegt í skólanum.
Þið megið segja að ég sé barnalegur og segja “ohh..come on þetta er bara bíómynd eða teiknimynd!!” en ef að þetta er svona í alvörunni í bandaríkjunum þá finnst mér það mjög barnalegt og ef að þetta er ekki svona þá finnst mér þetta líka barnalegt að það þurfi að sýna þetta í hverri einustu bandarísku skólakvikmynd og láta fólk halda að þetta sé svona!!
Þetta mynnir mig líka á mynd sem að hét “Road Trip” sem að byrjaði þannig að það var strákur að sýna nýjum nemendum skólann og sagði svo “allir sem að eru fallegir og æfa amerískann fótbolta komið hingað og allir nördarnir standa þarna”. Þetta er vara kvikmynd já, en þetta er samt bara dæmi af hverri einustu bandarísku kvikmynd sem hefur sama söguþráð!!
Á það semsagt að vera svona hefð í bandaríkjunum að það skipti ekki máli hvort að gaurinn sé skemmtilegur og með húmor, hann má bara einfaldlega ekki vera með íþróttagaurunum því að hann er með gleraugu, er fátækur og lærir mikið í skólanum?
Ég veit að þetta er örugglega ekki svona en það er örugglega mikið fólk í heimunum sem að heldur að þetta sé svona því að það er einfaldlega ekki sýnt annað í kvikmyndum og þáttum!!

Kv. StingerS