“If the human race wishes to have a prolonged and indefinite period of material prosperity, they have only got to behave in a peaceful and helpful way toward one another.”
- Winston Churchill


Ég ákvað um daginn að horfa á Starwars 1. Í henni var alltaf verið að tala um samlífsverur. Plánetan Naboo var einhverstaðar og þar bjuggu einhverjir humanoids og svo Jar Jar Binks gæjarnir. Svo kom einhver massive innrásarher og réðst á þessa plánetu. Humans gaurarnir voru strax handteknir og vélmennin, sem voru að ráðast á borgina, réðu þá yfir plánetunni. Þeir vissu semsagt ekki af Jar Jar Binksunum. En þeir komu svo í endann og björguðu plánetunni og allir voru voða ánægðir.

En þessir tveir kynþættir voru semsagt samlífsverur. Það sem skeður fyrir annan hefur áhrif á hinn. Það var ráðist á human gaurana og það hafði áhrif á Jar Jar gaurana. Annað dæmi um samlífsverur eru til dæmis; mennirnir, álfarnir og dvergarnir eins og það kom fram í Lord of the Rings. Þeir sem spila Eve hafa líka kannski tekið eftir því að það sem hefur skeður fyrir Curse Alliance hefur áhrif á Stain Alliance. Einnig annað mjög gott dæmi um samlífsverur er allt þetta fólk sem býr á jörðinni!

Pælum nú aðeins í því hvað myndi gerast ef allir myndu nú fatta það. Ef við tökum síðan þessa hugmynd síðan aðeins lengra og pælum í því hvað myndi gerast ef allir myndi gerast ef allir myndu fatta að við værum öll í sama liði. Við erum jörðin, ekki einhver lönd að rífast. Jú, mismunandi skoðanir og einstaklingshugsun gera þetta svolítið erfiðara, en það er væntanlega það eina sem stendur í vegi fyrir því að sameina jörðina á þessari stundu. Það er einn af göllunum sem fylgja þessu. En hverjir eru kostirnir? Upp í hugann minn koma strax allir þessir peningar sem liggja allstaðar og ekkert er verið að nota. Það væru alltíeinu ekki til nein fátæk lönd. Allar auðlindir heims yrðu sameign allra og enginn þyrfti að drepa fyrir t.d. olíu. Fjárhæðirnar sem fara í stríð myndu minnka stórkostlega, vopnaframleiðsla yrði mun minni og það væri hægt að eyðileggja flestar kjarnorkusprengjurnar og geyma restina á tunglinu. Ástandið í þróunarlöndum myndi einnig batna alveg gríðarlega.

En hvaða stjórnmálakerfi yrði notað? Kommúnismi myndi virka vel hvað varðar auðlindir, menntun, heilsugæslu og jafnvel trúarbrögð, en hann gengur hálfilla upp. Sósalískt lýðræði kannski? Eða bara gamla góða lýðræðið/lýðveldi?
indoubitably