Jarðgöng til eyja eða spítala? Ég hef nú furðað mig á allri þessari umræðu um hugsanleg jarðgöng til eyja, allur fréttaflutningur af þessu máli virðist einkennast af einhverri bjartsýni og tilætlunarsemi af hálfu jarðgangasinna.

Hvaða upphæðir er verið að tala um í þessu efni? Hátt í 20 milljarða? Nei nei nei, að eyða 20 milljörðum í göng sem eru á vægast sagt óstöðugu jarðsvæði (sjá aðsenda grein í morgunblaðinu) er algjört glapræði, og fyrir einhverjar 10 þús hræður?

Einfaldast væri nú bara að leggja byggð á þessari eyju niður og flytja alla í land. Hvernig væri nú bara að styrkja suðurlandið, hveragerði, selfoss og svona? Efast ekki um að 5þús manns í sitt hvort sveitafélagið myndi vera ansi góð innspýting.

Hægt væri að nota þessa 20 milljarða í að leggja létthraðlest um allt suðurlandið, frá keflavík til reykjavíkur og svo til hveragerðis og selfossar! Það myndi nú aldeilis leysa húsnæðisvandamálið á höfuðborgarsvæðinu ef fólk gæti átt heima á selfossi en bara tekið lestina í bæinn til að vinna ef maður er bara 15-20mín að fara þetta. Það er svipað lengi og ég er að keyra úr kópavogi niður í kringlu á háannatíma!

Einnig er nú fáránlegt að höfuðborgarbúar fá ekki einu sinni mislæg gatnamót við miklubraut/kringlumýrabraut þegar ljóst er að slíkt kostar um 2 milljarða og myndi borga sig upp á nokkrum mánuði!

Eða, hvað með þennan spítala? Væri ekki nær að koma upp einhverri almennilegri byggingu fyrir alla læknana og hjúkkurnar? Það myndi a.m.k. gagnast um 290 þús manns.