Mis mikið hefur verið fjallað um þetta mál en hér læt ég vaða. Ath. þetta er meiri vangaveltur en staðhæfingar.

Já mikið er spurt en færra um svör, en hver mun spurning vera? Jú, hversu lengi getum haldið áfram að lifa okkar góða lífi í þessu frekar friðsæla landi. Hugsið. Við erum ein ríkasta þjóð per íbúa , keyrum um á trukkum sem eyða aðeins of miklu eldsneyti. Fataskápurinn er meira og minna af fullur af fötum sem við notum ekkert, borðum dýrindis mat, og svo þegar að við erum orðin leið á einhverjum hlut hendum við honum hreinlega á haugana sem stækka stanslaust.
Bandaríkin nota um 80% náttúru auðlinda í heiminum og halda áfram að fara í misvitur stríð sem gætu hæglega borgað þróunarkostnað á nýjum lifum fyrir einhverja sjúkdóma. Núna er Kína er að verða/orðið vestrænt ríki, líkt og Bandaríkin, með öllu tilheyrandi og eru þeir ekki um ¼ af heiminum. Ekki lýtur það vel út fyrir heiminn þá og mengunina sem er að drepa allt og alla.
En hvað er það sem ég er mest hræddur við? Er það að heimurinn verði að einni eyðimörk og allir fái krabbamein vegna þess að götin á ósonlaginu séu orðin of stór? Spurning :/ Einhvern veginn held ég að ég sé ekki hræddur um að heimurinn sé að fara fjandans til heldur frekar að að ég sé eigingjarn. Ég vil nefnilega frekar að mér og mínum líði vel heldur en að Kínverjar eða álíka þjóðir taki minn hluta af góðærinu. Ég er ábyggilega mest hræddur um að ég geti ekki keyrt bílinn minn, legið í sófanum og étið snakk á meðan eða flogið hvert sem ég vill í flugvélum út í heim.

Já, svona líður mé