Núna er búið að ákveða að árið 2025 á að senda geimflaug til Mars frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum. Þetta var hugmynd George W. Bush sem að opnaði þessa nýju ákvörðuun fyrir NASA þann 14. janúar.
Aðal markmið þessarar ferðar á að sjálfsögðu eftir að vera það hvort maður getur svarað spurningunni um að það sé líf á Mars.
Þetta verður að sjálfsögðu stórt fyrir NASA sem að eru á kafi í plönum núna.
Núna þegar það er búið að senda fyrirbæri á Mars á þess vegna að senda manneskju.
Þessi grein á náttúrulega aðalega að vera um að það verði gengið á Mars en hvað er grein á deiglunni án smá gagnrýni??
Mín skoðun er bara það að þegar að George W. Bush vildi endilega að þetta yrði gert var hann ekki bara að hugsa um spurninguna: “er líf á Mars?” !!
Eftir að hafa séð hann sem forseta Bandaríkjanna í langann tíma hef ég alveg komist að því að hann er mjög sjálfselskur og “stoltur bandaríkjamaður”. Ég held þess vegna að hann haldi áfram þessari kepni sem að var í gangi fyrir mörgum árum síðan þegar að Bandaríkjamenn og Rússar börðust um hver mundi fá fyrsta manninn útí geim og á tunglið.
Bush vill einfaldlega að Bandaríkjamenn verða þeir fyrstu á Mars!!
Alltaf er maður nú að rekast á eitthvað sem að fær mann að verða pirraður útí Bandaríkin en eitt af þeim var þegar að Marcia Smith, rannsóknarmaður við Bandaríska bókasafnið sagði þessi orð:
Afhverju ættum við að fara til Mars? Því að það eru örlög manneskjana að strita, að leita og að finna, og það er skilda Bandaríkjana að leiða.
Þetta fjallar ekki bara um að finna líf á Mars heldur líka um Bandaríkin sem þá fyrstu til að stíga á Mars.

Kv. StingerS