Svipta menn tóbakssöluleyfi? Smá vangavelta um Samtök Atvinnulífsins og Samtök Verslunar.
Þeim finnst óréttlátt að ef þeir eru staðnir að verki þrisvar sinnum við að selja fólki yngra en 18 ára tóbak, að þá missi þeir tóbakssöluleyfið.

Við erum að tala um 3 áminningar sem sölustaðurinn fær. Eftir þá þriðju missir staðurinn leyfið.

Ég hef heyrt talað um þetta í sambandi við að selja áfengi í matvöruverslunum. Þeir sem eru á móti því, að selja áfengi utan ÁTVR, hafa talað um hvað það sé auðvelt fyrir fólk yngra en 18 ára að útvega sér tóbak og það sama hljóti að gilda um áfengið verði það leyft í matvöruverslunum.

Persónulega finnst mér að ef staður verður uppvís í þrígang að selja yngri en 18 ára tóbak, þá sé honum algerlega fyrirmunað að skilja það að það megi ekki.

Eða hvað, hvað finnst ykkur?

Nú er ég ekki að spyrja hvort ykkur finnst það fáránlegt að banna tóbak yngi en 18, heldur hvort það sé óréttlátt að svipta þá leyfinu ef þeir verða uppvísir að þessu í þrígang. N.b. sjálfur er ég eldri en 18 og reyki ekki (hættur! :-) Reykti í rúm 3 ár; 3 ár áður en ég varð 18 !